DROPS Alpaca Party - 13 tegundir af alpakka garni á afslætti í allan október!

Lærðu að prjóna

Lærðu hvernig á að prjóna með víðtæku safni okkar af prjónamyndböndum. Frá því að ná tökum á grunnaðferðum til að prjóna flókin gatamynstur, myndböndin okkar ná yfir allt! Þú getur lært vinsælar aðferðir eins og evrópskar axlir og axlasæti, auk ráðlegginga og tækniaðferða eins og að taka upp lykkjur og gera stuttar umferðir. Fullkomið fyrir prjónara á öllum stigum, kennsluleiðbeiningarnar okkar eru hannaðar til að hvetja og leiðbeina þér hvert skref á leiðinni!

Myndbönd: 600
10:18
Hvernig á að prjóna kant á sjali, jafnframt því að fella af

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kant á sjali jafnframt því sem við fellum af. Þegar lykkjur af sjali hafa verið prjónaðar, á ekki að snúa stykkinu, fitjið upp 14 nýjar lykkjur fyrir kant á sjali frá röngu. Snúið við, prjónið 1 umferð slétt yfir 14 nýju lykkjurnar (= rétta), snúið stykkinu við og prjónið áfram eftir mynstri = 1 umf í mynstureiningu frá röngu. Í þessu myndbandi höfum við prjónað fyrstu umferðina á kanti. Við byrjun nú á annarri umferð af kantmynstri: UMFERÐ 1 = ranga: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn (= 2 lykkjur), 2 lykkjur slétt. Snúið stykki. UMFERÐ 2 = rétta: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið annan uppsláttinn af þeim tveimur sem voru slegnir uppá prjóninn, sá seinni er steyptur niður af prjóni, prjónið garðaprjón þar til 3 lykkjur eru eftir að kantlykkjum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið nú saman síðustu kantlykkjuna slétt með fyrstu lausu lykkjunni af sjali. Snúið við og prjónið UMFERÐ 3 í mynstri o.s.frv. Í síðustu umferð frá réttu, fellið af fyrstu 8 kantlykkjurnar, prjónið síðan afgang eftir mynstri = 14 lykkjur á prjóni og endurtakið aftur mynstur. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

4:41
Hvernig á að enda úrtöku í laskalínu á framstykki í DROPS Children 32-20

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við 2 síðustu umferðirnar með laskalínu og úrtöku í hálsi á framstykki í DROPS Children 32-20. Miðju lykkjurnar eru settar á þráð, við erum með 5 lykkjur hvoru megin og byrjum frá réttu á vinstri öxl: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu eins og áður (takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð), prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli) = 3 lykkjur á prjóni, snúið stykkinu. Prjónið brugðið frá röngu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu. 1 kantlykkja í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu = 2 lykkjur á prjóni. Snúið stykkinu, fellið af lykkjur með brugðnu og klippið frá. Prjónið nú hægri öxl frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli), fækkið lykkjum fyrir laskalínu (2 lykkjur slétt saman), 1 kantlykkja í garðaprjóni (= 3 lykkjur). Snúið stykkinu og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, brugðið frá röngu, snúið stykkinu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu og fellið af lykkjur með brugðið. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu, sama garn og notað er í jólapeysunni. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.