Hvernig á að prjóna A.3 í DROPS 181-35
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eftir mynsturteikningu A.3, sem er í hálsskjólinu «Silver Leaf» í setti DROPS 181-35. Við höfum nú þegar prjónað stroffið og byrjum myndbandið með 1 umferð af A.3. Við sýnum 1 mynstureiningu af A.3 í fyrstu 6 umferðum, eftir það sýnum við 1 mynstureiningu af A.3 í 14. og 15. umferð og að lokum sýnum við 1 mynstureiningu af A.3 í 24. umferð (munið að stóri ferningurinn í mynsturteikningu er engin lykkja, en hoppið yfir þessa rúðu).
Þetta hálsskjól er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.