frá:
940kr
per 50 g
Innihald: 100% Alpakka
Garnflokkur:
A (23 - 26 lykkjur)
/ 5 ply / sport
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 167 metrar
Mælt með prjónastærð: 3 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 l x 32 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Alpakka frá Peru
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 22.HPE.07484), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Alpaca er yndislegt garn spunnið úr 3 þráðum af 100% ofur fínni alpakka, með auka snúningi til að gefa endingargott yfirborð. Alpakkatrefjarnar eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru aðeins þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Þetta undirstrikar náttúrulega eiginleika trefjanna sem og þá veitir þetta einnig betri lögun og áferðargæði.
DROPS Alpaca hefur breitt vöruúrval mynstra í DROPS vörulínunni. Flíkur gerðar úr þessu garni eru léttar og þægilegar, sérstaklega mjúkar að húðinni og hafa fallegan gljáa.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 5.50 mm
Fyrir: 16 l x 20 umf
Eftir: 21 l x 32 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Ulla wrote:
Hej, min mand ønsker sig en sweater i 100% alpaca. Dén, han har fundet har 4 ply. Her står både 5 ply og 3 tråde. Hvad betyder det? Hvis sweateren skal være udendørs/overtøj, kan jeg så strikke med dobbelt-tråd eller bliver det klumpet/er der en opskrift jeg kan holde mig til? På forhånd tak for svar.
04.12.2024 - 13:08DROPS Design answered:
Hei Ulla. I strikkeverden snakkes det litt forskjellig angående tykkelse på garn (garngruppe, ply, sport, fingering, DK, worsted osv). I DROPS garn / DROPS garngruppe A (Alpaca) finner du både garn med ply 4 og ply 5, men de har ca samme tykkelse og kan brukes i samme oppskrift, så lenge du får den strikkefastheten som er oppgitt i den oppskriften du skal strikke etter. Blir ikke klumpete ved å bruke 2 tråder Alpaca. Bruk vår søkemotor og velg en genser som er strikket i garngruppe C (A+A=C). mvh DROPS Design
09.12.2024 kl. 08:07Hson wrote:
Priserna stämmer inte! Det står att Garnlagret tar 29 kr för detta garn Men de tar 36 kr!! Detta händer jätteofta, kan ni inte försöka justera?
02.12.2024 - 13:00DROPS Design answered:
Hei Hson. Takk for tilbakemeldingen. Vi vil ta kontakt med butikken asap og be dem oppdaterer prisene. mvh DROPS Design
02.12.2024 kl. 14:19Sabine wrote:
Guten Morgen, welches Kid-Silk Garn empfehlen Sie zu Alpaka Himbeerrose?
08.11.2024 - 07:28DROPS Design answered:
Liebe Sabine, gerne wird Ihnen Ihr DROPS Händler helfen, die besten passenden Farben zu empfehlen - auch per Telefon oder per E-Mail, so ist es auch für Sie viel einfacher, direkt mit den Laden zu besprechen, was Sie genau möchten. Viel Spaß beim Stricken!
08.11.2024 kl. 08:40Therése Karlander wrote:
I am knitting one of your sweaters with the alpaca yarn. Suddenly the yarn felt a bit fatty and almost wet. Do you add lanolin in this yarn after colouring? Or is there another explanation?
15.10.2024 - 09:07DROPS Design answered:
Dear Mrs Karlander, lanolin is not used after the yarn is coloured; we unfortunately never heard any similar experience before, so please just contact the Store where you bought the yarn giving them all info so that they can transfer them to us. Thank you. Happy knitting!
18.10.2024 kl. 16:03Michelle Morin wrote:
Will you have the Baby Alpaca Silk yarn back on the market? if not, what is your closest yarn that would resemble this yarn? Thank you!
11.08.2024 - 21:28DROPS Design answered:
Dear Michelle, Baby Alpaca Silk is now discontinued. You can see more information regarding this yarn and best substitutes in the following link: https://www.garnstudio.com/yarn-groups.php?d=1&cid=19; click on "see more" under Baby Alpaca Silk to see the substitutes. Happy knitting!
11.08.2024 kl. 23:41Nathalie wrote:
Bonjour, je souhaite tricoter la laine Alpaca col.2020 avec la laine kid Silk, quel colori me conseillez-vous? Et avec la laine Alpaca Indigo foncé ? Merci de votre réponse Nathalie D.
08.07.2024 - 00:07DROPS Design answered:
Bonjour Nathalie, pour toute aide au choix d'une couleur assortie, n'hésitez pas à contacter directement votre magasin DROPS, même par mail ou téléphone, on saura vous proposer les alternatives possibles. Bon tricot!
30.07.2024 kl. 08:59Delfine Ragonot wrote:
Le fil alpaga peut-il se tricoter déjaugé (par exemple aiguilles n°5 et fil simple)?
17.03.2024 - 08:00DROPS Design answered:
Bonjour Mme Ragonot, tout à fait, vous pouvez utiliser la taille des aiguilles que vous souhaitez, pensez toujours à bien faire un échantillon au préalable pour avoir un aperçu du rendu. Bon tricot!
18.03.2024 kl. 10:32Martine wrote:
Bonjour Le modèle que j’ai choisi me demande 9 pelotes pour 1350 mètre laine Air Je désire le tricoté en 1 fil kid Silk + 1 fil alpaca Combien de pelotes me faut-il Merci de votre réponse Cordialement Martine
08.02.2024 - 14:41Maria Thunberg wrote:
Hej, letar efter ett garn i ungefär samma tjocklek som baby alpacka silk och i den lila färgen LJUNG som detta garn hade. Har ni tips om något som kan funka?
03.02.2024 - 14:48DROPS Design answered:
Hei Maria. Ta en titt på DROPS Alpaca farge nr. 3800 malva, evnt DROPS Flora og farge nr. 09 ametist, Det er nok disse som ligner mest på fargen til Baby AlpacaSilk farge nr 4088, ljung. mvh DROPS Design
05.02.2024 kl. 07:28Deborah wrote:
Where can I find a color chart for this yarn? Is there one that can be mailed to me. Hopefully it can include yarn samples in each color too. Thank you for your assistance!
31.01.2024 - 03:02DROPS Design answered:
Dear Deborah, you can see all available colors for Alpaca here on this page, we don't have printed cards, should you need any help choosing a color, you are welcome to contact your DROPS store, they will help you even per mail or telephone. Happy knitting!
31.01.2024 kl. 08:49Beata wrote:
I'm crocheting a blanket with the Alpaca yarn and when I'm changing colours I encounter a problem. When I use a regular double knot to tie two strands together, I presume because the yarn is elastic, they loosen up very quickly on their own. Do you have any advice how can I tie my strands in a secure way?
18.01.2024 - 10:32DROPS Design answered:
Dear Beata, you can use the technique of the Russian join, see this video. Happy crocheting!
19.01.2024 kl. 09:37Andrea wrote:
Hi DROPs, It is really a pity that the selection for the color range of "brown" is so neglected. How about proper brown colors, something darker, deeper? Many people with dark brown hair, none of the brown you offer matches with it naturally.
06.11.2023 - 15:52Diana wrote:
Jag undrar om Drops Alpaca i färg Mineralblå förut hette Sjögrön?
19.10.2023 - 18:35DROPS Design answered:
Hei Diana. Fargenavn kan forandres, men fargenr. vil alltid være det samme. Farge 7139, Mineral blå hette tidligere grågrön (ikke sjögrön). mvh DROPS Design
23.10.2023 kl. 09:31Sabine wrote:
Hvad er strikkefastheden med 2 tråde i drops alpaka
14.10.2023 - 16:17DROPS Design answered:
Hei Sabine. Som oftes strikkes 2 tråder DROPS Alpaca på et pinner nr som gir en strikkefasthete på 17 masker x 22 pinner i høyden (glattstrikk), gjerne da på pinne 5 (med det er kun veiledende). Men du må følge den strikkefastheten som er oppgitt i den oppskriften du skal strikke etter. Skal det strikkes noe i struktur, mønster eller en spesielt teknikk kan pinne nr / strikkefastheten være noe annet. mvh DROPS Design
16.10.2023 kl. 09:44Susanne wrote:
Ich würde gerne eine Temperaturdecke häkeln und suche ein Garn, das ich statt Schachenmayr Bravo verwenden kann. Das ist dann doch etwas viel Acryl… Kann man aus der Lima eine Decke häkeln?
14.10.2023 - 15:28DROPS Design answered:
Liebe Susanne, wir benutzen meistens Merino Wolle für Babydecke, da die Wolle weich und maschinenwaschbar ist, gerne können Sie DROPS Lima stricken (beachten Sie dann nur, daß Ihre Maschenprobe stimmt mit der Anleitung, da den Garn kennen wir nicht). Viel Spaß beim stricken!
16.10.2023 kl. 11:31Elena wrote:
Bonjour, Quelle couleur de drop kid silk utiliser pour tricoter avec la alpaca crème glacée à la fraise #9033 ? Et la Alpaca 9034 rose pétale #9034 ? Merci beaucoup.
13.10.2023 - 09:04DROPS Design answered:
Bonjour Elena, pour toute assistance au choix des couleurs, merci de bien vouloir contacter directement votre magasin, même par mail ou téléphone, ce sera plus facile pour eux de vous aider. Bon tricot!
16.10.2023 kl. 10:19Joke wrote:
Ik heb een vest gebreid met alpaca roest Voelt heel zacht, maar bij het dragen kriebelt het erger dan schapenwol. Hoe kan dit?
06.10.2023 - 07:57DROPS Design answered:
Dag Joke,
Alpaca is een ander soort garen, het is eigenlijk meer een soort haar. Over het algemeen wordt gezegd dat het minder kriebelt dan schapenwol, maar dit kan van persoon tot persoon verschillen. Het hangt ook af van wat voor schapenwol je gewend bent. Onze DROPS Karisma is bijvoorbeeld met superwash behandeld waardoor het minder kriebelt, maar onbehandeld schapenwol kan ook aardig kriebelen.
08.10.2023 kl. 17:10Inger wrote:
Hei! Spørsmål ift vasking av Drops Alpaca. Kan plagg strikket i dette garnet, vaskes på Håndvaskprogram 30 grader i maskin, uten å bli tovet?
25.09.2023 - 14:54DROPS Design answered:
Hei Inger. Mange nyere vaskemaskiner har et godt program for ull/håndvask. Du kan prøve den, men du gjør det på egen risiko. Hvis du gjør det er det anbefalt å vaske en liten strikket prøve først for å teste resultatet uten å risikere å ødelegge det ferdige plagget. mvh DROPS Design
26.09.2023 kl. 10:38Gisela Kagelmann wrote:
Ich möchte die Alpaca gerne mit doppeltem Faden stricken. Welche Nadelstärke brauche ich da? Danke.
25.09.2023 - 11:31DROPS Design answered:
Liebe Frau Kagelmann, mit 2 Fäden der Garngruppe A bekommen Sie eine Maschenprobe wit der Garngruppe C - dh mit Nadeln 5 - 5,5 und ca 16-17 Maschen für 10 cm je nach jeder festigkeit. Am besten immer eine Maschenprobe zuerst stricken. Viel Spaß beim stricken!
25.09.2023 kl. 16:12Max wrote:
I would like to make "Knitted DROPS men's jacket in "BabyAlpaca Silk" and "Fabel" DROPS Extra 0-896" . Because Baby Alpaca Silk is discontinued, please could you advise which yarn & colours are the closest equivalent colours to the original grey blue, light sea green, powder and pistachio as used in this pattern. I don't mind if it means mixing different yarns from group A with the Fabel yarn. Many thanks. Max
19.09.2023 - 19:54DROPS Design answered:
Dear Max, please contact your DROPS Store to get any help finding the best matching colours, they will be able to help you either per Telephone or per E-Mail. Thanks for your comprehension. Happy knitting!
20.09.2023 kl. 08:08Andrea wrote:
Hallo, ist die reine Alpaka-Wolle für Strümpfe geeignet?
07.09.2023 - 08:10DROPS Design answered:
Liebe Andrea, Socken in Alpaca haben wir einige, aber wenn Sie die Socken etwas robuster stricken möchten, benutzen Sie DROPS Fabel. Viel Spaß beim stricken!
07.09.2023 kl. 10:20Michlea wrote:
Hi, is there any chance you will restock the amazing color 2922?
06.09.2023 - 18:04DROPS Design answered:
Dear Michlea, nothing like this is planned, but maybe colour 3770 could replace it? Happy knitting!
07.09.2023 kl. 17:22Stine wrote:
Leider findet sich im diesjährigen Angebot nur noch die Garnqualität „Alpaca“. Wann bieten Sie wieder die wunderbare Qualität „Baby Alpaca Silk“ an? Mit Baby Alpaca Silk lassen sich herrliche Arbeiten anfertigen - das Garn sollte dringend wieder in Ihr Angebot aufgenommen werden! Liebe Grüße Stine
27.07.2023 - 10:12Marie B wrote:
Hej! Jag undrar när ni började med Oeko Tex för era garner, bland annat Alpaca. Jag köpte ett antal garner för cirka 8-10 år sedan när en affär lades ned och undrar om ni hade den märkningen redan då? Det gäller främst Alpacka, Karisma, Alaska, Nepal, Baby Merino, Merino Extra Fine och Lima - garner som idag har den märkningen, men hur var det 2014-2015?
07.07.2023 - 22:53DROPS Design answered:
Hei Marie Vi startet å få Oeko Tex sertifisert kvalitetene våre i ca 2013 / 2014 (blant annet MerinoExtraFine og Baby Merino + diverse bomullsgarn), men hvilket partinr av de ulike kvalitetene er vanskelig å si i overgangen før og etter. Leverandørene av Alpaca kvalitetene har ikke blitt Oeko Tex sertifisert før de siste årene (bortsett fra DROPS Puna / 2015), men produksjonen har vært den samme. Så du kan med god samvittighet bruke all garn du har kjøpte for 8-10 år siden. mvh DROPS Design
24.07.2023 kl. 12:54
Anna wrote:
More undyed shades of alpaca in fingering weight, please!!!
16.07.2024 - 17:34