Hvernig á að prjóna hálfan dominoferning (láréttan)
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hálfan dominoferning (láréttan). Við höfum nú þegar tekið upp lykkjur meðfram öðrum kantinum á ferningnum og lárétti ferningurinn er undir. Við höfum einnig sett prjónamerki í miðjulykkju. Nú er prjónað þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, en síðasta lykkjan er ekki prjónuð, hún er sett á þráð/nælu, snúið við.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið slétt út umferðina en síðasta lykkjan er ekki prjónuð, hún er sett á þráð/nælu, snúið við.
Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju á ferningi í annarri hverri umf (rétta), JAFNFRAMT er síðasta l sett á þráð/nælu í hverri umferð. Haldið áfram þar til það eru 3 eða 4 lykkjur eftir á prjóni (í þessu myndbandi höfum við 4 lykkjur eftir).
Í næstu umferð (= rétta) er prjónað þannig:
Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, setjið síðustu lykkju í umferð á þráð (ef þú hefur 4 lykkjur eftir) = 1 lykkja eftir á prjóni. Nú höfum við 5 lykkjur á þræði hvoru megin við miðjulykkju. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. Í þessu myndbandi setjum við lykkjurnar (= 11 lykkjur) á prjóninn til þess að sýna hvernig þessi hálfi ferningur lítur út.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.