Hvernig á að prjóna netakúlur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum netakúlur. Skemmtilegar og skrautlegar! Í myndbandinu sýnum við prufu sem við gerðum úr Snow og 21 lykkju.
UMFERÐ 1-5: Sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið.
UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * teljið 5 lykkjur niður frá lykkju á vinstra prjóni, stingið hægri prjón í gegn og sækið þráðinn (= 1 kúla), sleppið lykkju af vinstra prjóni og látið hana endurtaka sig, 3 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-*, endið á 1 kúlu, 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 7-11: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið.
UMFERÐ 12: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 3 lykkjur slétt, * 1 kúla, 3 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-*, endið á 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 1-12.
Í lokin á myndbandinu sýnum við hvernig við prjónum kúlur með fínni prjónum og garni úr garnflokki B. Það þarf að vera ákveðin fjöldi lykkja deilanlegur með 4 + 3 lykkjur + 1 kantlykkja í hvorri hlið, (fyrir kúlu með 3 lykkjum) og deilanlegt með 6 + 3 + 1 kantlykkja í hvorri hlið (fyrir kúlu með 5 lykkjum).
P.s. háð óskaðri stærð á kúlum þá getur þú valið að prjóna í lykkju 3-5 umferðir neðan við og einnig að prjóna 3-5 lykkjur á milli hverra lykkja sem prjónaðar voru neðan við.