Hvernig á að fella af með I-cord lykkjum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að fella af í stykki með I-cord lykkjum. Þegar fellt er af, * prjónið I-cord snúru ca 6 cm (sjá útskýringu á I-cord snúru aðeins neðar), prjónið lykkjur frá I-cord snúrunni saman við 3 næstu lykkjur á stykkinu *, endurtakið frá *-* út umferðina og fellið af 3 síðustu lykkjur eins og venjulega. Við höfum valið 3 lykkja I-cord snúru ca 6 cm, en hægt er að breyta þessu eftir eigin ósk. I-cord snúra: * Prjónið 1 umferð á sokkaprjón. Færið lykkjurnar á hinn endann á prjóninum, ekki snúa stykkinu við *, endurtakið frá *-*.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.