Hvernig á að prjóna í lykkjuna fyrir neðan og auka út um 4 eða 2 lykkjur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum í lykkjuna fyrir neðan og aukum út með 4 eða 2 lykkjum. Fyrst sýnum við hvernig við aukum út 4 lykkjur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna fyrir neðan lykkju með prjónamerki, sleppið ekki lykkjunni af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju, en bíðið með að sleppa lykkjunni af prjóninum, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju, sleppið því næst lykkjunni af vinstra prjóni (= 4 lykkjur fleiri). Setjið 1 prjónamerki í miðju af þessum 5 lykkjum (fyrir næstu útaukningu). Síðan sýnum við hvernig prjóna á næstu umferð, sem er þá frá röngu. Eftir það sýnum við hvernig við aukum út um 2 lykkjur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna fyrir neðan lykkju með prjónamerki, sleppið ekki lykkjunni af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju, sleppið því næst lykkjunni af vinstra prjóni (= 2 lykkjur fleiri). Setjið 1 prjónamerki í miðju á þessum 3 lykkjum. Síðan sýnum við hvernig við prjónum næstu umferð, sem er þá frá röngu. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.