Other

Myndbönd: 25
2:53
Hvernig á að auka út með því að prjóna um þráðinn 3 sinnum á milli 2 lykkja

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út um 3 lykkjur með því að prjóna þráðinn á milli 2 lykkja, bæði um þráðinn og í umferð sem er prjónuð og um þráðinn umferðir 2 og 3 umferðir fyrir neðan. Við aukum út lykkjur bæði á eftir prjónamerki og á undan prjónamerki. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjóni 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju (= 1 umferð fyrir neðan), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki í og næstu lykkju 2 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slett um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 3 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina). Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja um hverja af 3 síðustu umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 3 lykkjum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 2 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt þannig að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki í fyrri umferð. Nú hefur verið prjónuð 1 lykkju í hverja af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Við notum garnið DROPS Snow í þessu myndbandi. Fylgja þarf mynstri með þessari aðferð til að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.