Hvernig á að hekla poncho með blómakanti í DROPS 162-24
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum poncho með blómakanti í DROPS 162-24. Við byrjum á að hekla 3 umferðir með loftlykkjubogum. Í þriðju umferð sýnum við hvernig auka á út lykkju í loftlykkjuboga eins og útskýrt er í umferð 4, 6, 7 og 8. Við endum með að sýna 1 endurtekningu af mynstri á blómakanti. (Athugið að blómakanturinn er sá sami og í DROPS 162-7).
Þetta poncho er heklað úr DROPS Alpaca Bouclé, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.