Hvernig á að prjóna i-cord kant, fram og til baka
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum i-cord kant bæði frá réttu og frá röngu. Þær 6 fyrstu / 6 síðustu lykkjurnar á eftir i-cord kantinum eru prjónaðar í garðaprjóni (= lykkjur eru prjónaðar bæði frá réttu og frá röngu).
Í byrjun umferðar frá réttu er prjónað þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið sléttprjón.
Í lok umferðar frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Í byrjun umferðar frá röngu er prjónað þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið sléttprjón.
Í lok umferðar frá röngu er prjónað þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þessi aðferð er notuð í mörgum af mynstrunum okkar – þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.