Hvernig á að fækka lykkjum og auka út í húfu í DROPS Baby 21-34
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og fækkum lykkjum við prjónamerki. Við notum færri fjölda lykkja/umferða en sem stendur í mynstri og við höfum nú þegar prjónað fyrstu umferðina og búin að setja 7 prjónamerki í húfuna. Fyrsta og síðasta lykkjan er prjónuð slétt bæði frá réttu og frá röngu.
Við byrjum á að sýna hvernig við aukum út við 1., 3., 5. og 7. prjónamerki og hvernig við fækkum um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki við 2., 4. og 6. prjónamerki frá réttu.
Síðan sýnum við hvernig uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið frá röngu til að koma í veg fyrir að það myndist gat.
Eftir það sýnum við aftur 1 umferð frá réttu, með útaukningu og úrtöku. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar, prjónum við umferð einungis með úrtöku (við prjónamerki 2, 4 og 6) þar til 15 lykkjur eru eftir.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 9 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt = 13 lykkjur. Endurtakið úrtöku í hverri hlið í hverri umferð (frá röngu eru prjónaðar 2 lykkjur færri og á eftir kantlykkju brugðið saman) þar til 5 lykkjur eru eftir. Í síðustu umferð rá röngu er prjónuð 1 kantlykkja, 3 lykkjur brugðið saman, 1 kantlykkja. Fellið af og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna.
Saumið húfuna saman mitt að aftan innan við 1 kantlykkju.
SNÚRA:
Fitjið upp 4 lykkjur. Prjónið þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, leggið þráðinn fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 lykkju eins og prjóna eigi hana brugðið, leggið þráðinn aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umferðum. Prjónið að óskaðri lengd og fellið af. Saumið snúruna neðst í hornið á eyrnaleppnum. Þessi húfa er prjónuð úr DROPS Alpaca, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.