Hvernig á að prjóna spíral pottalepp
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum pottalepp í hring eins og spíral, sem meðal annars er í pottaleppnum Betty í DROPS 147-30. Við sýnum hvernig við fitjum upp 2 lykkjur og prjónum umferð 1-21, eftir það sýnum við umferð 91-98 þar sem í umferð 94 sýnum hvernig við tökum upp ystu lykkjuna frá fyrstu umferð, prjónum fyrstu lykkjuna frá vinstri prjóni og steypum síðan lykkjunni yfir. Þegar prjónað hefur verið að prjónamerki sem sett var í umferð 90, byrjar úrtaka. Við sýnum fyrstu og síðustu úrtöku (prjónum 2 lykkjur slétt saman) og að lokum hvernig við prjónum lykkjuna. Pottaleppurinn er prjónaður úr DROPS Big Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.