Hvernig á að prjóna upp lykkjur fyrir kant í hálsmáli á peysu með evrópskri öxl
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur í kringum hálsmál á peysu með evrópskri öxl, notið prjón eða heklunál. Eftir það er stroffið prjónað eins og útskýrt er í mynstri.
Það eru margar aðferðir við að prjóna stroff (t.d. 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja snúið slétt / 1 lykkja brugðið o.s.frv.)
Hægt er að prjóna einfaldan kant í hálsmáli, tvöfaldan kant í hálsmáli eða háan kant í hálsmáli.
Í myndbandinu sýnum við tvöfaldan kant í hálsmáli í stroffpróni prjónað þannig: 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og eftir það er stroffið brotið niður að innan verðu á stykki og fest.
Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.