Yoke

Myndbönd: 49
2:53
Hvernig á að auka út með því að prjóna um þráðinn 3 sinnum á milli 2 lykkja

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út um 3 lykkjur með því að prjóna þráðinn á milli 2 lykkja, bæði um þráðinn og í umferð sem er prjónuð og um þráðinn umferðir 2 og 3 umferðir fyrir neðan. Við aukum út lykkjur bæði á eftir prjónamerki og á undan prjónamerki. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjóni 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju (= 1 umferð fyrir neðan), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki í og næstu lykkju 2 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slett um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 3 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina). Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja um hverja af 3 síðustu umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 3 lykkjum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 2 umferðum fyrir neðan (passið uppá að draga lykkjuna langt þannig að hún verði ekki stíf á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki í fyrri umferð. Nú hefur verið prjónuð 1 lykkju í hverja af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Við notum garnið DROPS Snow í þessu myndbandi. Fylgja þarf mynstri með þessari aðferð til að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

17:18
Hvernig á að auka út fyrir laskalínu jafnframt því sem stuttar umferðir eru prjónaðar

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig aukið er út fyrir laskalínu á meðan prjónaðar eru stuttar umferðir. Setjið 4 prjónamerki í mynstrið sem þú prjónar og klippið þráðinn frá. Byrjið nú í vinstri hlið við hálsmál að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. prjónamerki og prjónið samkvæmt mynstri (sléttprjón / samkvæmt mynsturteikningu) og aukið út fyrir laskalínu á undan og á eftir 4 prjónamerkjum þar til prjónaðar eru 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki (nú hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem stutta umferðin byrjaði við 3. prjónamerki. Haldið áfram með stuttar umferðir eins og stendur í mynstri og þegar stutta umferðin hefur verið prjónuð til loka er þráðurinn klipptur frá og þú byrjar að prjóna aftur frá miðju að aftan. Uppslátturinn / útaukningar eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri sem prjónað er eftir. Mundu að uppslátturinn / útaukningar eru prjónaðar mismunandi á undan og á eftir prjónamerkjum og þegar prjónað er frá réttu / röngu. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

9:45
Hvernig á að prjóna útaukningu fyrir axlarsæti fram og til baka

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum útaukningu fyrir axlarsæti fram og til baka, bæði frá réttu og frá röngu. Setjið 4 prjónamerki í stykkið og aukið út þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI (á við um frá réttu): Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Á UNDAN PRJÓNAMERKI: (á við frá röngu): Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

5:50
Hvernig á að auka út í berustykki á stykki með axlarsæti

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum í berustykki á stykki með axlarsæti með því að auka út um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki 4 sinnum í sömu umferð = 8 lykkjur fleiri í 1 umferð. Þessi útauknings aðferð er m.a. notuð í «Country Muse» peysu í DROPS 216-40 og «Country Muse Cardigan» jakkapeysu í DROPS 216-39. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsmáli, útaukningu fyrir axlarsæti og útaukningu fyrir ermar á peysu og byrjum myndbandið á að færa til prjónamerkin fyrir útaukningu fyrir ermar að lykkjum sem auka á út framan við og aftan við, fyrir berustykki. Aukið út framan við og aftan við lykkjur með prjónamerki þannig: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjuboga, prjónið lykkju með prjónamerki í sléttprjóni eins og áður, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við lykkju með prjónamerki í). Peysan í DROPS 216-40 og peysan í DROPS 216-39 eru prjónaðar úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.