Hvernig á að prjóna laskalínu fram og til baka
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum laskalínu fram og til baka á hringprjóna.
Setjið inn ermar á sama prjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg. Setjið 1 merkiþráð í allar skiptingar á milli framstykkis, bakstykkis og erma. Byrjið úrtöku fyrir laskalínu.
Í myndbandinu fækkum við lykkjum hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu í annarri hverri umferð, þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu. Það gera 4 lykkjur í sléttprjóni við hverja skiptingu.
Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, merkiþráður, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. (Fyrir 2 sléttprjónaðar lykkjur í hverri skiptingu: Byrjið 2 lykkjum á undan merkiþræði: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, merkiþráður, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir).
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.