Hvernig á að gera úrtöku fyrir tá á prjónuðum sokk
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig gerum úrtöku fyrir tá á prjónuðum sokk. Hefðbundin úrtaka fyrir tá, ein af mögum útgáfum. Við setjið prjónamerki í hvora hlið með álíka mörgum lykkjum á prjóni á rist sem og undir il. Síðan er lykkjum fækkað í hvorri hlið hvoru megin við bæði merkin og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið - byrjið 3 lykkjum á undan 3 síðustu lykkjum á prjóni í fyrri hliðinni: Lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, staðsetjið merki, 1 lykkja slétt, í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman. Endurtakið úrtöku í báðum hliðum á fæti í hverri umferð eins og á myndbandinu, eða í annarri hverri umferð fyrir lengri tá, þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.