English rib

Myndbönd: 7
5:19
Hvernig á að auka út í klukkuprjóni með því að prjóna nokkrar lykkjur í sömu lykkju

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig auka á út í klukkuprjóni með uppslætti með því að prjóna nokkrar lykkjur í sömu lykkju og hvernig prjóna á eftir útaukningu, t.d. eins og í DROPS 194-13. ATH! Í útskýringu er prjónað í hring, en í þessu myndbandi prjónum við frá hægri til vinstri (= engar brugðnar lykkjur). Í 1. umferð í myndbandi prjónum við aðeins af 3. umferð, útskýringu á klukkuprjóni bæði fyrir og á eftir fjölda útaukna lykkja. Aukið út lykkjur þannig: Prjónið 5 lykkjur í lykkju og uppslátt þannig: * Prjónið uppslátt og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið frá *-* 2 sinnum og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 5 lykkjur (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (= umferð 2 í útskýringu af mynstri) prjónið útauknar lykkjur inn í klukkuprjón. Það er ekkert klukkuprjóns uppsláttur í útaukning, þannig að lykkjan sem prjóna á saman við uppslátt er prjónuð án uppsláttar. Í næstu umferð er prjónað eins og útskýring á 3. umferð af klukkuprjóni. Í þessu myndbandi notum við garnið DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

15:54
Hvernig á að prjóna í lykku fyrir neðan og hvernig á að auka út 4 lykkjur í 1 lykkju

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 1 lykkju slétt undir næstu lykkju og hvernig við aukum út um 4 lykkjur í einu og sömu lykkjuna. Þessi mynsturteikning er sótt frá DROPS 201-40, en sama aðferð er notuð í nokkrum öðrum mynstrum. Við byrjum myndbandið með því að sýna hvernig við prjónum mynsturteikningu A.1 og þá sérstaklega hvernig við prjónum 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju og köllum þessa fyrir klukkuprjónslykkju. Við sýnum 1. umferð af A.1 4 sinnum. Í 2. umferð á mynsturteikningunni eru allar lykkjurnar prjónaðar brugðið. Þegar A.2 hefur verið prjónað sýnum við hvernig 5 lykkjur eru prjónaðar í klukkuprjónslykkjuna þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, en bíðið með að steypa lykkjunni af prjóninum, * sláið 1 sinni uppá hægri prjóninn, prjónið sömu lykkju slétt án þess að steypa henni af vinstri prjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, sleppið síðan eftir það lykkjunni af vinstri prjóni = 5 lykkjur (þ.e.a.s. 4 lykkjur fleiri). Eftir það sýnum við hvernig mynsturteikning A.3 er prjónuð. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þetta garn er frekar þykkt, en ef prjónað er með fínna garni þá kemur útaukningin í klukkuprjónslykkjunni að verða betri. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

10:43
Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.