Hvernig á að hekla fram og til baka með 2 litum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fram og til baka með 2 litum. Heklið lítil form, lóðréttar línur, doppur, bókstafi .... Þegar heklað er með 2 litum fram og til baka og báðir þræðirnir eiga að fylgja með er hægt að hekla í kringum þráðinn sem ekki er notaður. Þegar hekluð er síðasta lykkja með litnum, bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin og dragið þráðinn með nýja litnum í gegn. Hægt er að láta litinn fylgja með og hekla utan um hann eins lengi og þörf er á og þegar komið er að því að skipta, þá er liturinn sóttur þegar draga á þráðinn í gegn í síðasta sinn og haldið er áfram með nýja litnum, sá fyrri er látinn fylgja með.
Athugið - ef einn litur eða fleiri eru látnir fylgja með þá verður stykkið mun þykkara en ef heklað er með einum lit.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.