Hvernig á að prjóna A.1, A.2 og A.3 í DROPS 150-42
Í þessu DROPS myndbandisýnum við hvernig fallegt gatamynstur er prjónað eftir mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 í setti í DROPS 150-42. Við prjónum 2 kantlykkjur í garðaprjóni eins og í uppskrift.
Við höfum þegar prjónað 1 mynstureiningu af mynstri á hæðina og þannig auðveldar það að sjá þetta fallega mynstur.
Við prjónum nú 1 mynstureiningu á hæðina og fylgjum mynsturteikningu: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (slétt í hverri umferð), byrjið að framan neðst í horninu á mynsturteikningu A.1 (sem samanstendur af 2 lykkjum), haldið áfram að A.2 (sem samanstendur af 6 lykkjum) og endurtakið A.2 (3 sinnum á myndbandi) þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, nú er A.3 prjónað (sem samanstendur af 5 lykkjum) og að lokum 2 kantlykkjur í garðaprjóni.
Við sýnum allar mynsturumferðir sem prjónaðar eru frá réttu samkvæmt mynstri og umferð á röngu eru sýndar hratt. (Munið eftir að prjóna 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið). Þetta sett er prjónað úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.