Bolero & Shoulder pieces

Myndbönd: 11
7:27
Hvernig á að prjóna Moebius hring

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna Moebius hring. Moebius var þýskur stærðfræðingur sem var uppi í byrjun 19 aldar, sem hannaði snúinn galdrahring sem þessi aðferð er byggð á. Notið langan hringprjón – minnst 80 cm langa. Leggið hringprjóninn tvöfaldan og fitjið upp í hring á tvöfalda prjóna. Fjöldi lykkja sem fitjaður er upp og deilt í prjónfestuna gefur þvermálið á hringnum. Dragið út annan prjóninn og færði lykkjur að prjóninum sem ekki er með þræðinum sem prjóna á með. Með prjóninn í öðrum enda eru teknar upp nýjar lykkjur neðan við lykkjur á prjóninum í hverja lykkju hringinn. (Þar sem ekki er tekin upp lykkja í fyrstu lykkju þá verður odda tala á fjölda lykkja). Prjónarnir eru nú utan við prjónasnúruna og snúran er nú snúin við miðju. Tengið saman og byrjið að prjóna hringinn. Í fyrsta skipti þegar komið er að enda, þá hefur þú prjónað allar lykkjur sem fitjaðar voru upp á prjóninn, er komið að því að prjóna fyrstu umferð með lykkjum sem teknar voru upp og í fyrstu umferð þá þarf að prjóna þessar lykkjur aftan í lykkjubogann. Í næstu umferð er prjónað framan í lykkjubogann eins og vanalega. Ef haldið er áfram að prjóna hringinn einungis með sléttum lykkjum þá verður helmingurinn af stykkinu í sléttprjón frá réttu og helmingurinn frá röngu. Þar sem oddatala er á fjölda lykkja þá er hægt að prjóna 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið og þá verður moebius stykkið þitt í perluprjóni. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.