Hvernig á að hekla 3 hálfa stuðla saman
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum 3 hálfa stuðla saman. Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni undir loftlykkjubogann og sækið þráðinn, * bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni undir saman loftlykkjuboga og sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 7 lykkjurnar á heklunálinni. (Við sýnum aðferðina 2 sinnum með 1 loftlykkju á milli).
Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.