Hvernig á að hekla laskalínu með útaukningu, ofan frá og niður
Þegar heklað er berustykki með laskalínu, heklað ofan frá og niður, þá er hægt að auka út með því að hafa prjónamerki á ákveðnum stöðum í röð þannig að þá myndast laskalína í hverri skiptingu á fram- og bakstykki og á ermum. Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera þetta. Við heklum fram og til baka, en hægt er að nota þessa aðferð þegar heklað er í hring. Í myndbandinu höfum við sett 4 prjónamerki í röð og í fyrstu röðinni aukum við út við hvert prjónamerki með því að hekla 2 stuðla, 2 loftlykkjur, 2 stuðla um loftlykkjubogann. Í annarri röð þá sýnum við hvernig þú heklar handveg þegar berustykki er lokið og í þriðju röðinni sýnum við hvernig þú heklar stuðla í loftlykkjur undir handveg.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.