Hvernig á að fella laust af með heklunál
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum laust af með heklunál. Til þess að fá teygjanlegan kant þá er þetta góð aðferð. Fellið af þannig: Stingið heklunálinni í fyrstu lykkju og sækið þráðinn (látið lykkjuna vera áfram á prjóninum), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni, stingið heklunálinni í sömu lykkju einu sinni til viðbótar, sækið þráðinn og dragið þráðinní gegnum lykkjuna á heklunálinni, steypið lykkjunni af prjóninum, stingið heklunálinni í næstu lykkju (látið lykkjuna vera áfram á prjóni), sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni, stingið heklunálinn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni = 2 keðjulykkjur í eina lykkju, steypið lykkju af prjóni. Haldið svona áfram og heklið 2 keðjulykkjur í hverja lykkju út umferðina.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.