frá:
669kr
per 50 g
Innihald: 65% Ull, 35% Alpakka
Garnflokkur:
C (16 - 19 lykkjur)
/ 10 ply / aran / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 75 metrar
Mælt með prjónastærð: 5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 17 l x 22 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 23.HPE.36896), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Nepal er lúxusgarn, spunnið úr 35% ofur fínni alpakka og 65% ull, blanda sem upphefur mýkt af alpakkans á meðan ullin stuðlar að fallegri lögun og stöðugleika. Báðar trefjarnr eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
Spuni með 3-þráðum gefur spennandi, grófa og fallega lykkjumyndun. DROPS Nepal er fljótlegt að prjóna/hekla úr og hentar mjög vel til þæfingar, útkoman verður jöfn og mjúk áferð.
DROPS Nepal inniheldur blandaða liti, það þýðir að mismunandi litir ullarinnar eru kembdir saman fyrir spuna, útkoman verður blönduð litasamsetning.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 5.00 mm
Fyrir: 17 l x 22 umf
Eftir: 24 l x 38 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Monika Djebali wrote:
Hat das Garn von Drops Nepal ein GOTS bzw. RAS Label? Es ist für mich sehr wichtig. Nur mulesingfrei sagt noch nicht besonders viel über die Behandlung der Tiere aus. Im Voraus herzlichen Dank für Ihre hilfreiche Antwort.
17.10.2024 - 17:35DROPS Design answered:
Liebe Frau Djebali, hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
18.10.2024 kl. 09:23
Louise wrote:
Should I block the garment I am knitting with Nepal or not before assembling?
19.09.2024 - 23:30DROPS Design answered:
Dear Louise, some knitters block everything some other never; so it can just be a personnal choice, you can ask your DROPS store if you need individual help, just remember to follow the care instructions. Happy knitting!
20.09.2024 kl. 09:08
Antje wrote:
Wunderschöne Kombination mit Brushed Alpaka Silk, Nadelstärke 7 oder 7,5!!!
06.07.2024 - 16:27
Lena wrote:
Nu är tröjan färdig i Nepal. Stickkompisar till mig säger att jag ska blocka den. Är det lämpligt för Nepalgarn? Blir tröjan jämnare och vackrare i garnet?
20.03.2024 - 15:53DROPS Design answered:
Hei Lena. Hver sin smak :) Noen blokker "alt" de strikker, men andre ikke. Om du syns arbeidet ditt er blitt for ujevnt, kan du fint blokke det, ellers så vil det jo gå seg til etter litt bruk. mvh DROPS Design
22.03.2024 kl. 13:18
Gunn Sundqvist wrote:
Passar detta till en person som tycker att ull sticks? har ni annars förslag på annat garn till den här halsvärmar modellen 156-13. Mvh Gunn
08.02.2024 - 18:34DROPS Design answered:
Hei Gunn. Personer er forskjellige, noen vil syns det klør, andre ikke, så det er vanskelig å svare på. Man må neste holde nøste opp mot halsen for å sjekke / føle. Evnt ta en titt på DROPS Big Merino (eller DROPS Air). Bare husk å overholde strikkefastheten ved garnbytte. mvh DROPS Design
09.02.2024 kl. 06:56
Annie wrote:
Al de modellen gebreid met ronde breinaalden dat vind ik jammer zijn er geen modellen met gewoon breinaalden aub
02.11.2023 - 19:58DROPS Design answered:
Dag Annie,
We hebben wel patronen die je met rechte naalden kunt breien, maar dit zijn vaak de wat oudere patronen. Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier.
Helaas is dit niet voor alle patronen geschikt, zoals patronen met een ronde pas.
05.11.2023 kl. 19:49
MATHIEU wrote:
Bonjour, Je suis déçue, sur les photos la laine paraît épaisse mais en réalité, elle est fine.
12.10.2023 - 09:58
Judith Thelen wrote:
I placed an online order a week ago; I did not recieve a confirmation per e-mail about my order but I did pay already. Can someone let me know whether my order was well received and when I can expert the goods to be shipped? Thanks!
23.09.2023 - 16:41DROPS Design answered:
Dear Judith, this webpage is only for patterns and information about the yarns. When you click "order" on the yarn page you should have been redirected to the webpage of a shop which sells this yarn in your country. Try contacting the shop where you made the purchase for more information regarding your order.
24.09.2023 kl. 20:26
Sofia wrote:
Hei, vokser dette garnet mye i vask?
01.08.2023 - 20:12DROPS Design answered:
Hei Sofia. Nei, det skal det ikke gjøre, om man følger vaskeanvisningen. Les gjerne mer om garnet nederst på fargekartsiden. i: Les mer om vasking av garn. Om du vil ha mer informasjon :) mvh DROPS Design
14.08.2023 kl. 10:03
Katie wrote:
Thanks for getting back to me, I have read all of your information in the link about sustainability, but am struggling to find which specific yarns hold the GOTS certification
15.05.2023 - 09:33
Katie wrote:
I’m really struggling to find a way to contact you to find out which of your yarns have the GOTS certification. Is anyone able to help please?
12.05.2023 - 19:38DROPS Design answered:
Dear Katie, please read here, this might answer your questions. Happy knitting!
15.05.2023 kl. 09:29
Kristina wrote:
Hei, Jeg ønsker å strikke Svartulvgenseren til Linka Neumann i et av drops sine garn, men jeg er usikker på hva garn som egner deg best? Jeg har hovedsakelig sett på Drops Alaska, Nepal og Snow som alternativer da de har høyt innhold av ull. Hva anbefaler dere?
26.02.2023 - 20:07DROPS Design answered:
Hei Kristina. DROPS Alaska er 100 % ull, mens DROPS Nepal er 65% Ull, 35% Alpakka, så ønsker du mest ull er kanskje Alaska det beste alternative for deg. DROPS Snow vil nok bli for tykt. Men det er viktig at du velger et garn der du vil få den strikkefasthet som er i oppskriften. mvh DROPS Design
27.02.2023 kl. 10:26
DEBBIE O'NEILL wrote:
Hi, am looking for the best way to block a cardigan made with Nepal yarn - stocking stitch with 1×1 rib cuffs, neck, hem and button band. Gauge is fine, so no stretching necessary. Would you recommend wet blocking or steaming for this yarn, assuming I handle it correctly, of course!
06.01.2023 - 13:58
Renate wrote:
Hallo, ich suche ein Garn , das winddicht und auch wasserabweisend ist bzw. leicht filzt, um einen strapazierbaren Herrenpullover für outdorr zu stricken. Ist Das Drops-Nepal-Garn dafür geeignet? Grüße aus Wien Renate
04.01.2023 - 13:18DROPS Design answered:
Liebe Renate, am besten fragen Sie mal Ihr DROPS Händler - auch per Telefon oder per E-Mail, es wird einfacher für sie Ihnen weiterzuhelfen und das richtige Garn zu empfehlen. Viel Spaß beim stricken!
05.01.2023 kl. 11:26
Sylvia wrote:
Wieso ist Drops Nepal zur Zeit in fast allen Farben beinahe überall ausverkauft?
09.12.2022 - 18:16DROPS Design answered:
Liebe Sylvia, viele Farben sind wieder verfügbar aber vielleicht hat sie Ihr DROPS Händler noch nicht bekommen, gerne wird man dort damit helfen, wenn sie die gewünschten Farben bekommen werden. Viel Spaß beim stricken!
12.12.2022 kl. 10:44
Joke De Beer wrote:
Wat wordt er bedoeld met de deals ( prijs) geld dat alleen voor 1 kleur of verschillende kleuren tegelijk kopen en over welke hoeveelheid gaat het dan Hartelijke groet Joke
29.10.2022 - 11:01DROPS Design answered:
Dag Joke,
Voor vragen over de aanbiedingen kun je het beste even contact opnemen met de betreffende winkel.
02.11.2022 kl. 13:58
Nora wrote:
Hallo, viele Drops Garne gibt es aktuell in neuen Farben. Wird es auch bei Drops Nepal neue Farben geben? Wird es die Farbe pistazieneis geben?
04.10.2022 - 19:40DROPS Design answered:
Liebe Nora, danke für Ihren Vorschlag, den werde ich weiterleiten. Viel Spaß beim stricken!
07.10.2022 kl. 08:59
Anna wrote:
Hei, Olen tilannut eräästä nettikaupasta (eli ei siis teiltä suoraan, vaan jälleenmyyjän kautta) teidän Nepal -lankaanne viime vuoden joulukuussa ja odottelen yhä tilaustani. Kysyisin, että onko teillä ollut toimitus-/tuotantovaikeuksia keskiharmaassa Nepal -langassa? Kiitos jo etukäteen vastauksesta!
09.09.2022 - 23:42
Irene wrote:
I want to make the Retro jacket in navy. Can I use Nepal and how can I buy 1 skein to see if I like it?
26.07.2022 - 18:49DROPS Design answered:
Dear Irene, you can find all our DROPS stores that ship to the US at the following link: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=17&cid=19
28.07.2022 kl. 13:24
Mélodie Herreillat wrote:
Bonjour, combien de gramme fait une pelote? merci beaucoup
12.07.2022 - 15:05DROPS Design answered:
Bonjour, une pelote = 50gr. Bon tricot!
12.07.2022 kl. 17:26
Anna wrote:
Buongiorno, ho stoffa , un damascato piuttosto pesante perché era una coperta, con la quale dovrei fare una borsa 70x40 cm, da una parte stoffa dall’altra uncinetto. Mi servirebbe un filato piuttosto strutturato per fare la parte all’uncinetto che non contenga fibre sintetiche (o in pochissime quantità). Ha qualcosa da suggerirmi? Grazie Anna Dionisi
08.07.2022 - 15:01DROPS Design answered:
Buonasera Anna, DROPS Nepal o Karisma possono essere adatti. Buon lavoro!
08.07.2022 kl. 18:57
Birgithe Juhl Jensen wrote:
Kan I sælge 21 ngl farve 500 ( lysegrå ) til mig? Hvad er portoen? Kan ikke modtage torsdag 2022.06.02. Mvh Birgithe Juhl Jensen.
01.06.2022 - 09:49DROPS Design answered:
Hej Birgithe, Vi er grossister så du skal bestille hos en af vores forhandlere. Du går ind på farvekortet, klikker på bestil og vælger en af de butikker som kommer frem her :)
02.06.2022 kl. 11:26
Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir wrote:
Er ekki hægt að panta á síðunni ykkar? Finn hvergi slíkan link.
25.05.2022 - 15:24DROPS Design answered:
Blessuð Margrét. Efst á heimasíðunni okkar sérðu Finna verslun, þar getur þú farið og séð allar verslanir sem selja DROPS garn á Íslandi og pantað frá þeim. Gangi þér vel.
03.06.2022 kl. 09:00
Kathleen wrote:
Hej! Hur många micron har Drops Nepal? Kan man sticka en tröja, ex Weekend Sweater av PetiteKnit, utan att det blir bylsigt vid ärmarna, med tanke på garnets tjocklek? Vilka fler stickprojekt rekommenderas för garnet? Känns garnet strävt eller mjukt? Är den mer lik Drops Snow eller Drops Alpaca i känslan?
19.05.2022 - 07:39DROPS Design answered:
Hej Kathleen, DROPS Nepal er dejlig blød, mere som DROPS Alpaca. Her finder du alle 408 opskrifter som er lavet for DROPS Nepal, så kan du selv danne dig en opfattelse af tykkelsen. Mönster i DROPS Nepal
20.05.2022 kl. 10:25
I've knitted a patterned sweater for my husband, but after a few washes, it has been velted en the patterns is almost invisible now. Such a waste of all my time.. I wish I'd chosen another yarn for the sweater. Just a warning here for my fellow-knitters!
14.01.2025 - 13:59