Hvernig á að prjóna einfalt og fallegt áferðamynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum einfalt og fallegt áferðamynstur, sem meðal annars er notað í stroffi í vest Rose Blush í DROPS 212-44. Prjónið þannig:
Frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjón.
Frá röngu: 3 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjón. Endurtakið þetta mynstur að óskaðri lengd.
Garðaprjón = prjónið slétt í öllum umferðum.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.