affellingarkantur

Lærðu mismunandi aðferðir við að fella af og gera fallegan affellingarkant á verkefninu þínu!

Myndbönd: 13
10:18
Hvernig á að prjóna kant á sjali, jafnframt því að fella af

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kant á sjali jafnframt því sem við fellum af. Þegar lykkjur af sjali hafa verið prjónaðar, á ekki að snúa stykkinu, fitjið upp 14 nýjar lykkjur fyrir kant á sjali frá röngu. Snúið við, prjónið 1 umferð slétt yfir 14 nýju lykkjurnar (= rétta), snúið stykkinu við og prjónið áfram eftir mynstri = 1 umf í mynstureiningu frá röngu. Í þessu myndbandi höfum við prjónað fyrstu umferðina á kanti. Við byrjun nú á annarri umferð af kantmynstri: UMFERÐ 1 = ranga: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn (= 2 lykkjur), 2 lykkjur slétt. Snúið stykki. UMFERÐ 2 = rétta: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið annan uppsláttinn af þeim tveimur sem voru slegnir uppá prjóninn, sá seinni er steyptur niður af prjóni, prjónið garðaprjón þar til 3 lykkjur eru eftir að kantlykkjum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið nú saman síðustu kantlykkjuna slétt með fyrstu lausu lykkjunni af sjali. Snúið við og prjónið UMFERÐ 3 í mynstri o.s.frv. Í síðustu umferð frá réttu, fellið af fyrstu 8 kantlykkjurnar, prjónið síðan afgang eftir mynstri = 14 lykkjur á prjóni og endurtakið aftur mynstur. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.