Hvernig á að hekla sólfjaðramynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla fallegan kant til skrauts. Þessi kantur er heklaður meðfram kanti á hekluðu stykki, eða á stykki sem er prjónað, eða hægt er að hekla kantinn og sauma hann á efni t.d. kant á handklæði. Ef heklað er meðfram hekluðum kanti þarf að hekla fjölda lykkja sem er deilanlegur með 8 + 1. Ef heklað er í hring þá þarf þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 8. Á sýnishorninu okkar höfum við 25 lykkjur.
Heklið þannig: Heklið 1 fastalykkja, * hoppið yfir 3 lykkjur, 4 stuðlar + 2 loftlykkjur + 4 stuðlar í næstu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.