DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 tegundum af mjúku merino garni!
Video thumbnail for Hvernig á að prjóna vinkilhæl á sokk

Þú gætir líka haft gaman af...

Video thumbnail for Hvernig á að prjóna gamaldags ferkantaðan hæl á sokk
15:29
Hvernig á að prjóna gamaldags ferkantaðan hæl á sokk

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum gamaldags ferkantaðan hæl á sokkum í DROPS 189-36. Við höfum nú þegar prjónað stroff / legg og sett 20 lykkjur ofa á fæti á þráð (við notum lykkjufjöldann í minnstu stærðinni). Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur, í 1. umferð frá réttu eru lykkjur auknar út til að sokkurinn passi betur þannig: Prjónið 9 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, * prjónið 2 lykkjur, aukið út um 1 lykkju *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og prjónið síðan út umferðina = 28 lykkjur á prjóni. Prjónið að uppgefnu máli í cm í uppskriftinni og setjið 1 merki fyrir miðju í umferð. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 10 lykkjur slétt, prjónið næstu 8 lykkjur slétt saman 2 og 2, prjónið síðustu 10 lykkjur slétt. Snúið við og prjónið brugðið til baka. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Nú á að prjóna fram og til baka frá röngu til að prjóna hællykkjurnar saman. Snúið og prjónið fyrstu 12 lykkjur brugðið frá röngu. Passið uppá að þráðurinn sé á bakhlið á stykki og prjónið þannig: VINSTRI PRJÓNN: Prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, lyftið síðan til baka lykkjum sem prjónaðar voru saman til baka yfir á vinstri prjón og herðið á þræði. Ekki snúa stykkinu. HÆGRI PRJÓNN: Stingið vinstri prjóni inn í næstu 2 lykkjur á hægri prjóni og sækið þráðinn og leggið þráðinn utan um vinstri prjón, dragið síðan þráðinn í gegnum þessar 2 lykkjur og sleppið 2 lykkjum af hægri prjóni. Setjið síðan til baka lykkjurnar sem prjónaðar voru saman til baka á hægri prjón og herðið á þræði. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið VINSTRI og HÆGRI PRJÓNN svona þar til eftir eru 2 lykkjur. Nú hafa hællykkjur verið prjónaðar saman. Setjið 2 lykkjur sem eru eftir á hægri prjón og snúið stykkinu að réttu. Þessi sokkar eru prjónaðir úr DROPS Karisma, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Video thumbnail for Hvernig á að prjóna sokk með skásettum hæl
3:38
Hvernig á að prjóna sokk með skásettum hæl

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna hæl þar sem hægt er að ná fram skálaga línu frá hæl og upp úr að rist með því að prjóna stuttar umferðir. 1. Fyrst eru prjónaðar stuttar umferðir yfir efri hluta á hælnum, eftir það er neðri hluti á hælnum prjónaður og í lokin er prjónað í hring yfir allar lykkjur að tánni á sokknum. 2. Lykkjurnar ofan á fæti eru settar á þráð og einungis er prjónað yfir hællykkjurnar. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á prjóni. Snúið stykkinu, lyftið 1. lykkju á vinstri prjóni yfir á hægri prjón, herðið á þræði og prjónið til baka. Prjónið svona fram og til baka, en prjónuð er 1 lykkja færri í hverri umferð. Prjónið svona að tilgreindum lykkjufjölda. 3. Haldið áfram fram og til baka, en nú er prjónuð 1 lykkja fleiri í hverri umferð yfir hæl. Til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar snúið er við, er lárétta þræðinum lyft á undan lykkjunni sem á að prjóna upp og þráðurinn settur snúinn á prjóninn. Prjónið þráðinn saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Snúið stykkinu, lyftið 1. lykkju á vinstri prjóni yfir á hægri prjón, herðið á þræði og prjónið til baka. Prjónið svona fram og til baka þar til prjónað hefur verið yfir allar lykkjur á hælnum. 4. Setjið lykkjur af þræði til baka á prjóninn. 5. Prjónið síðan í hring að tilgreindu máli.