Hvernig á að klippa upp peysu með 6 mismunandi köntum að framan
Mörgum þykir erfitt að klippa í prjónað stykki, á meðan aðrir hafa ekki áhyggjur af því og klippa jafnvel upp stykkið án þess að sauma á undan með saumavél eða að hekla kant áður en klippt er. Þú VERÐUR að lesa textann að neðan til að fá betri yfirsýn og skilning á myndbandinu. Í þessu DROPS myndbandi notum við DROPS Nepal og sýnum 3 mismunandi aðferðir að sauma/ festa enda áður en maður klippir. Við sýnum einnig 6 mismunandi kanta að framan. Við sýnum ekki hvernig kantarnir að framan eru prjónaðir í þessu myndbandi. Í sýnishornunum í myndbandinu höfum við 7 «uppklippilykkjur» sem við prjónum með öðrum lit og við höfum merkt miðjulykkjuna með þræði í öðrum lit. Það er hægt að hafa færri eða fleiri «uppklippilykkjur». Það er regla að í mynstri á peysu er útskýrt hvernig prjónað er fram og til baka, þannig að þessar «uppklippilykkjur» eru ekki útskýrðar í mynstri, heldur verður maður að bæta þeim við. Í sýnishorni A og B er hekluð umferð með fastalykkjum í gegnum uppklippilykkju, á meðan sýnishorn C, D, E og F er notuð saumavél áður en klippt er upp. Í sýnishorni A eru heklaðir hálfur 3. og hálfur 4. lykkjubogar saman, á meðan sýnishorn B eru heklaðir hálfur 4. og hálfur 5. lykkjubogar saman. Það er saumaður sikk sakk saumur á C og D og sikk sakk saumur + 1 beinn saumur á E og F.
Yfirlit yfir mismunandi kanta að framan:
A) Uppklippikanturinn er heklaður með fastalykkjum með þynnri þræði en sjálft stykkið (notið þynnri þráð en stykkið sjálft og sömu gerð ef það er mögulegt, í þessu myndbandi notum við DROPS Flora litur nr. 19 kórall). Kanturinn er ein löng, laus lengja prjónuð í garðaprjóni sem saumuð er niður á stykkið, passið uppá að kanturinn að framan verði ekki of langur né of stuttur í samanburði við stykkið sjálft. Brúnin-kantur er saumað beint á stykkið á röngu.
B) Uppklippikanturinn er heklaður með fastalykkjum með þynnri þræði en sjálft stykkið (notið þynnri þráð en stykkið sjálft og sömu gerð ef það er mögulegt, í þessu myndbandi notum við DROPS Flora litur nr. 19 kórall). Kanturinn að framan er prjónaður í eitt stykki þannig: Hálfur í stroffi sem verður kantur að framan (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni yst) og hálfur í sléttprjóni sem verður kantur á bakhlið.
Kantur að framan er saumaður niður á stykkið og sléttprjónaði hlutinn er lagður yfir brúnina-kant og saumaður niður frá röngu.
C) Uppklippikanturinn er saumaður með sikk sakk saumi í saumavél, ca 0,5–1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið prjónaðar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykki, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, svo að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft.
Kanturinn að framan er prjónaður í garðaprjóni að óskuðu máli og felið brúnina-kant með fallegum borða.
D) Uppklippikanturinn er saumaður með sikk sakk saum í saumavél, ca 0,5–1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið prjónaðar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft.
Kanturinn að framan er prjónaður í sléttprjóni að óskuðu máli, eftir það 1 umferð brugðið (uppábrot) og síðan aftur sléttprjón. Síðasti hlutinn sem er prjónaður í sléttprjóni á að leggja yfir brúnina-kant og sauma niður.
E) Uppklippikanturinn er saumaður með 1 beinum saum yfir sikk sakk saum í saumavél (= saumar), ca 0,5-1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið teknar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca. 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft. Kanturinn að framan er prjónaður í stroffi, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið að óskuðu máli og brúnin-kantur er falinn með fallegum borða.
F) Uppklippikanturinn er saumaður með 1 beinum saum yfir sikk sakk saum í saumavél (= 2 saumar), ca 0,5-1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið teknar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið. Kanturinn að framan er prjónaður í stroffi ( 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) að óskuðu máli. Á bakhlið er tekinn upp sami fjöldi lykkja í sömu lykkju og stroffkantur að framan og prjónaður er hluti í sléttprjóni sem leggja á yfir brún-kant og sauma niður.
Við notum garnið DROPS Nepal í myndbandinu.