Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
2:47
Hvernig á að hekla loftlykkju (ll)

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum loflykkju. Leggið þráðinn frá lengri endanum (þráðinn sem þú ert að vinna með) yfir vinstri vísifingur, haldið þræðinum aðeins fast á milli fingra. Stingið heklunálinni inn undir þráðinn sem liggur yfir vísifingri. Notið krókinn til að draga þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Haldið svona áfram þar til sá fjöldi lykkja er kominn sem þig vantar. Þegar lykkjur eru taldar þá er lykkjan sem er á heklunálinni ekki talin með. Það er auðvelt að hekla of stíft, við sýnum fyrst eina loftlykkjukeðju þar sem við sýnum hvernig á að gera þetta rétt. Þegar við drögum þráðinn í gegnum lykkjuna og fáum nýja lykkju VERÐUR þessi lykkja að vera í sömu stærð og sú sem er á heklunálinni (í myndbandinu drögum við hverja nýja lykkju langt upp á heklunálina þannig að auðveldara sé að sjá hvað við erum að sýna). Eftir það sýnum við hvernig EKKI á hekla loftlykkjukeðju. Hér drögum við nýju lykkjuna í gegnum loftlykkjuna og síðan einungis þar sem mjórri hlutinn á heklunálinni er í stað þess að draga lykkjuna upp þar sem hún er breiðust. Við fáum þá loftlykkjukeðju sem verður styttri og heklfestan kemur ekki til með að passa við mynstur. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.