Hvernig á að fitja upp teygjanlegan kant með afgangsgarni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að fitja upp fyrir teygjanlegum kanti með afgangsgarni. Með þessari aðferð þá færðu teygjanlegan kant sem er tilvalinn á sokka og fl. Fitjið upp helming fjölda lykkja sem stendur í mynstri og prjónið nokkrar umferðir með afgangsgarni, endið á umferð frá réttu. Skiptið yfir í garnið sem á að nota og prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu.
Prjónið minnst 4 umferðir, ef notað er fínt garn þá eru 6 til 8 umferðir prjónaðar, endið á umferð frá réttu.
Næsta umferð: Prjónið 1 lykkju brugðið, takið upp þráðinn í fyrstu lykkju neðan við vinstra prjón og prjónið hana slétt, 1 lykkja brugðið, endurtakið með því að taka upp lykkju og prjóna 1 lykkju slétt og haldið því áfram út umferðina. Klippið frá og takið afgangsgarnið frá. Haldið áfram með stroff 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.