Hvernig á byrjandi að byrja að prjóna
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fitjum upp, prjónum sléttar lykkjur fram og til baka og að lokum endum við stykkið með því að fella af. Ef náð er tökum á þessum aðferðum þá er þetta byrjunin á mörgum og spennandi verkefnum t.d. eins og fyrsta þvottastykkinu, pottaleppa eða eyrnabandi. Þegar prjónaðar eru allar lykkjur í hverri umferð slétt er það kallað garðaprjón. Þá er lítur stykkið út eins á báðum hliðum, fullkomið prjón fyrir trefla og hálsklúta!