Hvernig á að hekla ömmuferninga með litaskiptum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum ömmuferninga með litaskiptum. Ömmuferningar eru vinsælir og hægt að nota þá í ýmisleg verkefni. Eftir hver litaskipti er heklað í kringum endan sem hætta á með til þess að festa hann áður en klippt er frá.
Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla um hringinn, * 3 loftlykkjur, 3 stuðlar *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit.
UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, * 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, endið á 1 loftlykkju og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjubogann, 1 loftlykkja, * 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit.
UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, * 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.