Hvernig á að auka út 2 lykkjur í röð
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og gerum nýja lykkju með því að taka upp lykkjur frá fyrri umferð. Hægt er að gera þetta á eftir eða á undan lykkju eins og útskýrt er í myndbandinu.
Hægri hlið: Setjið vinstri prjón í lykkjubogann í lykkju sem er 2 umferðum fyrir neðan lykkjuna sem þú varst að prjóna. Takið upp lykkjubogann á vinstri prjón og prjónið aftan í lykkjubogann.
Hægri hlið: Setjið hægri prjón í lykkjubogann sem er undir fyrstu lykkju á vinstra prjóni. Takið upp lykkjubogann og setjið hann á vinstri prjón. Prjónið nýju lykkjuna framan í lykkjubogann. Prjónið næstu lykkju venjulega.
Þetta er mjög góð aðferð þegar auka þarf út 2 lykkjur í röð, án þess að prjóna lykkju á milli þeirra. Hægt er að prjóna þannig: Prjónið 1 lykkju, aukið út um 1 lykkju fyrir neðan, aukið út 1 lykkju neðan við næstu lykkju og prjónið síðan þá lykkju.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.