Hvernig á að hekla hauskúpu
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum hauskúpu.
UMFERÐ 1: Heklið 11 loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju, heklið 11 nýjar loftlykkjur og endið á 1 keðjulykkju í sömu loftlykkjur eins og keðjulykkjurnar = 8
UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, heklið 18 loftlykkjur um fyrsta loftlykkjuhringinn, eftir það 18 fastalykkjur um hina loftlykkjuhringi og endið á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, heklið nú í hverja fastalykkju þannig: 1 stuðul í hverja af fyrstu 4 fastalykkjum, 3 hálfstuðla, 4 fastalykkjur, 1 hálfan stuðul, 3 stuðla, 6 loftlykkjur, hoppið yfir 6 fastalykkjur (3 fastalykkjur hvoru megin við augun), 3 stuðlar, 1 hálfur stuðull, 4 fastalykkjur, 3 hálfir stuðlar, 4 stuðlar og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.
UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, heklið nú áfram í hverja lykkju þannig: 3 stuðlar, 4 hálfir stuðlar, 4 fastalykkjur, 2 hálfir stuðlar og 2 stuðlar (sjá * að ofan). Heklið 4 stuðla um loftlykkjubogann, haldið áfram með að hekla í hverja lykkju þannig: 2 stuðlar, 2 hálfir stuðlar, 4 fastalykkjur, 4 hálfir stuðlar, 3 stuðlar og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkjur frá byrjun umferð. Klippið frá.
Snúið stykkinu upp og niður. Festið enda með fastalykkju í 1. stuðul innan við 4 stuðla sem heklaðir voru um loftlykkjubogann í umferð (sjá *). Heklið 1 fastalykkju í 2 stuðul, 1 fastalykkju í 1. stuðul um loftlykkjuboga, 4 loftlykkjur, * 1 stuðul um næsta stuðul, 1 loftlykkja * endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 2 lykkjum, endið á 1 keðjulykkju í næstu lykkju. Klippið frá.