Þæfing er ferill til að búa til þykkt efni - eða filt - með núning, þéttun og trefjarnar þrýstast saman. Þú getur þæft mismunandi gerðir trefja, þó að ullin henti sérstaklega vel fyrir þetta, þá er garn merkt superwash með hærra þol fyrir þvotti og þæfist því ekki. Hvítt garn (garn sem hefur fengið meðhöndlun með klór) hefur einnig verið erfitt að þæfa, þannig að prófaðu að þæfa smá sýnishorn áður en þú ferð að gera stærra verkefni.
Þegar ull er þveginn í þvottavél í heitu vatni, þenjast trefjarnar út og festast saman = þær þæfast saman, með sameinuðu ferli hita, núnings og vindingu og útkoman verður hlýtt og mjög endingargott efni. Alltaf er mælt með þvottaefni í þvotti til að hjálpa trefjum að renna auðveldara saman.
Þæfing hentar vel fyrir minni flíkur eins og húfur, hatta, sokkar/tátiljur og töskur. Því lausari prjónfesta því meira þæfist stykkið. Því meiri núningur í þvotti, því meira þæfist stykkið.
Hafið í huga að stykkið þæfist meira á hæðina en á breiddina, þannig að við mælum með að nota mynstur sem eru sérstaklega hönnuð fyrir þæfingu. Sjá mynstur sem henta til þæfingar hér.
Mikilvægt: Útkoman eftir þæfingu getur verið breytileg eftir:
Prjónaðu/heklaðu samkvæmt mynstri – flíkin kemur til með að verða stór – en mun skreppa saman í þæfingarferlinu.
Þvoið flíkina í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40C með venjulegri vindingu, án forþvottar. Það á aldrei að þæfa flíkur með stuttri vindingu. Með því að bæta við litlu handklæði í sama þvotti þá mun það auka núning og flýta fyrir þæfingarferlinu.
Þegar þvottaprógramminu er lokið skaltu forma flíkina í rétta lögun á meðan hún er enn blaut – því blautari sem flíkin er, því auðveldara er að móta hana.
Ef flíkin er enn of stór, þvoðu hana aftur og formaðu í rétta stærð í lokin. Ef flíkin er of lítil skaltu bleyta hana vel og teygja í rétta stærð.
Hefur þú einhverntíma velt því fyrir þér hvernig garnið sem þú ert að vinna með þæfist? Hér er yfirlit yfir nokkur sýnishorn af garni frá okkur sem hentar vel til þæfingar.
Lykkjufjöldi og fjöldi umferða fyrir og eftir þæfingu sem sýnt er við hvert sýnishorn jafngildir ca 10 x 10 cm. Smelltu á myndina til að sjá stærra sýnishorn af prufunni fyrir og eftir þæfingu.
Stærð: 5.00 mm
Fyrir: 17 lykkjur x 22 umferðir
Eftir: 24 lykkjur x 38 umferðir
Stærð: 5.00 mm
Fyrir: 17 lykkjur x 22 umferðir
Eftir: 24 lykkjur x 38 umferðir
Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 20 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 32 umferðir
Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 20 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 32 umferðir
Stærð: 9.00 mm
Fyrir: 10 lykkjur x 14 umferðir
Eftir: 13 lykkjur x 26 umferðir
Stærð: 3.00 mm
Fyrir: 24 lykkjur x 32 umferðir
Eftir: 26 lykkjur x 42 umferðir
Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir
Stærð: 7.00 mm
Fyrir: 13 lykkjur x 15 umferðir
Eftir: 18 lykkjur x 30 umferðir
Stærð: 5.00 mm
Fyrir: 17 lykkjur x 22 umferðir
Eftir: 24 lykkjur x 38 umferðir
Stærð: 10.00 mm
Fyrir: 9 lykkjur x 12 umferðir
Eftir: 10 lykkjur x 14 umferðir
Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir
Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir
Stærð: 9.00 mm
Fyrir: 10 lykkjur x 14 umferðir
Eftir: 13 lykkjur x 26 umferðir
Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir