DROPS Jóladagatal - Hefur þú opnað dyr dagsins!

Þæfing-kennsluefni

Felted seating pad, mittens, balls and feltable yarn

Hvað er þæfing?

Þæfing er ferli þar sem ullartrefjar eru unnar saman þannig að þær læsast saman og mynda þétt efni. Ull hentar sérstaklega vel til þæfingar, þó að einnig sé hægt að þæfa aðrar trefjar.

Ull sem hefur verið meðhöndluð til að þola þvott í þvottavél (superwash) er ekki hægt að nota til þæfingar, þar sem meðferðin gerir ullina ónæma fyrir rýrnun. Hreint hvítt garn sem hefur verið meðhöndlað með klór (bleikiefnum) er einnig erfitt að nota til þæfingar. Prófaðu alltaf að þæfa smá sýnishorn áður en þú ferð að gera stærra verkefni.

Sjá sýnishorn hér

Hvað gerist við þæfingu?

Þegar ull er þvegin í heitu vatni, þenjast trefjarnar út og bindast saman vegna hita og núnings. Þetta leiðir til hlýs og endingargóðs efnis.

Þæfing hentar best fyrir smærri hluti eins og húfur, tátiljur og töskur. Því lausari sem prjónfestan er, því meira þæfist stykkið saman. Því meiri núningur, þeim mun sterkara er stykkið.

Við mælum með að nota mynstur sem eru sérstaklega hönnuð fyrir þæfingu. Þú getur fundið mynstur sem henta fyrir þæfingu hér.

Mikilvægt: Útkoman eftir þæfingu getur verið breytileg eftir:

  • Gerð þvottavélar
  • Vindingu/hraði snúninga í vindingu
  • Prjónfesta
  • Stærð á stykki
  • Gæði ullarinnar

Hvernig á að þæfa samkvæmt mynstri

Prjónaðu samkvæmt mynstri – stykkið kemur til með að verða stórt (oversized) í fyrstu, en mun skreppa saman í þæfingarferlinu.

Þú getur þæft stykkið annað hvort í þvottavél eða þurrkara. Eftir þæfingu er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík.

Þæfing í þvottavél

Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt.

Leiðbeiningar:

  1. Settu stykkið í þvottavélina.
  2. Notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi).
  3. Þvoðu við 40°C án forþvottar. Sápa er valfrjáls.
  4. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt.

Þæfing í þurrkara

Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann ​​á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt.

Leiðbeiningar:

  1. Leggið stykkið allt í bleyti í vatn.
  2. Setjið stykkið í þurrkara og byrjið að þurrka.
  3. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur.

Þæfing - sýnishorn

Hefur þú einhverntíma velt því fyrir þér hvernig garnið sem þú ert að vinna með þæfist? Hér er yfirlit yfir nokkur sýnishorn af garni frá okkur sem hentar vel til þæfingar.

Lykkjufjöldi og fjöldi umferða fyrir og eftir þæfingu sem sýnt er við hvert sýnishorn jafngildir ca 10 x 10 cm. Smelltu á myndina til að sjá stærra sýnishorn af prufunni fyrir og eftir þæfingu.


DROPS Air

Stærð: 5.00 mm
Fyrir: 17 lykkjur x 22 umferðir
Eftir: 24 lykkjur x 38 umferðir

Sample of DROPS Air before felting

Fyrir

Sample of DROPS Air after felting

Eftir

DROPS Alaska

Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 21 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 26 umferðir

Sample of DROPS Alaska before felting

Fyrir

Sample of DROPS Alaska after felting

Eftir

DROPS Alpaca + DROPS Alpaca

Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 21 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 32 umferðir

Sample of DROPS Alpaca before felting

Fyrir

Sample of DROPS Alpaca after felting

Eftir

DROPS Alpaca Bouclé

Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 21 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 32 umferðir

Sample of DROPS Alpaca Bouclé before felting

Fyrir

Sample of DROPS Alpaca Bouclé after felting

Eftir

DROPS Andes

Stærð: 9.00 mm
Fyrir: 10 lykkjur x 14 umferðir
Eftir: 13 lykkjur x 26 umferðir

Sample of DROPS Andes before felting

Fyrir

Sample of DROPS Andes after felting

Eftir

DROPS Daisy

Stærð: 4.50 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir

Sample of DROPS Daisy before felting

Fyrir

Sample of DROPS Daisy after felting

Eftir

DROPS Flora

Stærð: 3.00 mm
Fyrir: 24 lykkjur x 32 umferðir
Eftir: 26 lykkjur x 42 umferðir

Sample of DROPS Flora before felting

Fyrir

Sample of DROPS Flora after felting

Eftir

DROPS Lima

Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir

Sample of DROPS Lima before felting

Fyrir

Sample of DROPS Lima after felting

Eftir

DROPS Melody

Stærð: 7.00 mm
Fyrir: 13 lykkjur x 15 umferðir
Eftir: 18 lykkjur x 30 umferðir

Sample of DROPS Melody before felting

Fyrir

Sample of DROPS Melody after felting

Eftir

DROPS Nepal

Stærð: 5.50 mm
Fyrir: 16 lykkjur x 21 umferðir
Eftir: 21 lykkjur x 30 umferðir

Sample of DROPS Nepal before felting

Fyrir

Sample of DROPS Nepal after felting

Eftir

DROPS Polaris

Stærð: 10.00 mm
Fyrir: 9 lykkjur x 12 umferðir
Eftir: 10 lykkjur x 14 umferðir

Sample of DROPS Polaris before felting

Fyrir

Sample of DROPS Polaris after felting

Eftir

DROPS Puna

Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir

Sample of DROPS Puna before felting

Fyrir

Sample of DROPS Puna after felting

Eftir

DROPS Sky

Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir

Sample of DROPS Sky before felting

Fyrir

Sample of DROPS Sky after felting

Eftir

DROPS Snow

Stærð: 9.00 mm
Fyrir: 10 lykkjur x 14 umferðir
Eftir: 13 lykkjur x 24 umferðir

Sample of DROPS Snow before felting

Fyrir

Sample of DROPS Snow after felting

Eftir

DROPS Soft Tweed

Stærð: 4.00 mm
Fyrir: 20 lykkjur x 26 umferðir
Eftir: 22 lykkjur x 34 umferðir

Sample of DROPS Soft Tweed before felting

Fyrir

Sample of DROPS Soft Tweed after felting

Eftir