German Short Rows

Myndbönd: 2
5:17
Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju fram og til baka

German short rows = Stykkinu er snúið mitt í umferð. Stykkinu er snúið mitt í umferð. Með því að prjóna stuttar umferðir þá myndast lítið gat - hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German short row. Umferð 1 (rétta): Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu, snúið, þegar prjónað er áfram verðu lítið gat við snúninginn – hægt er að loka þessu gati þannig: Umferð 2 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju (lykkja og þráður yfir prjóninum). Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 3 (= rétta): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 4 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 3. og 4. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

8:41
Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju utan um prjóninn

German short rows= Stykkinu er snúið mitt í umferð. Með því að prjóna stuttar umferðir þá myndast lítið gat - hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German short row. Umferð 1 (= rétta): Prjónið fram að þeim stað sem snúa á stykkinu, snúið, þegar prjónað er áfram þá myndast lítið gat við snúninginn – það er hægt að loka þessu gati þannig: Umferð 2 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju (með einni lykkju og einum þræði yfir prjóninn). Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Umferð 3 (= rétta): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjunni þannig að þráðurinn sem var lagður yfir prjóninn og lykkjuna er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Umferð 4 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem var lagður yfir prjóninn og lykkjuna er prjónað brugðið saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Endurtakið 3. og 4. umferð. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þessi aðferð er notuð í mörgum af mynstrunum okkar – Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.