Hvernig á að prjóna páskaunga í klukkuprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum páskaunga í DROPS Extra 0-1485 í klukkuprjóni eftir mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Við fitjum upp og sýnum 7 fyrstu umferðirnar (útaukningu). Eftir það sýnum við 37. umferð (1. umferð með úrtöku), fyllum með vatti, þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman (= 5 lykkjur aftur á prjóni), hvernig goggurinn er prjónaður, augun eru gerð og hvernig festa á þráð til að hengja upp. Þessi ungi er prjónaður úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.