Spennandi blástursgarn „blow yarn“ úr mjúku baby alpakka og notalegri merino ull - þessi gæði eru með einstakri byggingu þar sem í stað þess að spinna eru trefjar baby alpakka og merino ullar blásnar saman inn í rör. Flíkur sem gerðar eru úr þessu garni eru um 30-35% léttari en þær sem gerðar eru úr hefðbundnu spunnu garni af sömu þykkt.
DROPS Air er létt og loftgott garn sem er gott að hafa nálægt húðinni, sem gerir það fullkomið í peysur, jakkapeysur og fylgihluti, bæði með áferð og kaðlamynstri. Flíkur úr DROPS Air eru algjörlega kláðalausar, sem þýðir að allir geta klæðst þeim!
Innihald: 65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
Garnflokkur:
C (16 - 19 lykkjur)
/ 10 ply / aran / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 150 metrar
Mælt með prjónastærð: 5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 17 l x 22 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar (Sjá fleira)
Made in: Peru/EU
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku, polyamide frá Þýskalandi
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Click on the Order button and you'll be redirected to the DROPS retailer's own web store to place your order.
Nafn verslunar | Veftilboð | |
---|---|---|
Freistingasjoppan Selfoss |
1118.00 ISK 50g |
Panta |
Prjónasystur ehf. Grindavík |
1295.00 ISK 50g |
Panta |
Bókaverzlun Breidafjardar Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Bútabær Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Framkollunarthjonustan ehf. Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Gallery Snotra Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Gallery Spuni Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Handverkskúnst Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Klæðakot Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Nesbær ehf Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Skartsmiðjan Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Athugaðu hvort verslun í þínu nærumhverfi hefur þetta garn á lager.
Click on the Order button and you'll be redirected to the DROPS retailer's own web store to place your order.
Nafn verslunar | Veftilboð | |
---|---|---|
Freistingasjoppan Selfoss |
1118.00 ISK 50g |
Panta |
Prjónasystur ehf. Grindavík |
1295.00 ISK 50g |
Panta |
Bókaverzlun Breidafjardar Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Bútabær Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Framkollunarthjonustan ehf. Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Gallery Snotra Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Gallery Spuni Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Handverkskúnst Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Klæðakot Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Nesbær ehf Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Skartsmiðjan Webstore |
1364.00 ISK 50g |
Panta |
Athugaðu hvort verslun í þínu nærumhverfi hefur þetta garn á lager.
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Lesa meira um þvottaleiðbeiningar fyrir garn
Skoðaðu garnið vel og þá sérðu hvernig það kemur út í þessu myndbandi þegar það er prjónað:
Það er hægt að blanda mögum tegundum af garni frá okkur saman til að fá mismunandi festu, áferð eða mýkt. Hér eru nokkrar hugmyndir sem veita innblástur.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 5.00 mm
Fyrir: 17 l x 22 umf
Eftir: 24 l x 38 umf
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
Susanne Mänttäri wrote:
Haluan neuloa neuleen jossa pohjavärin on Metsänvihreä ja siinä on isoja luonnonvalkoisia kukkia samasta langasta. Miten käy pesussa? Värjäytyykö luonnonvalkoinen osuus vihreästä langasta? Pitäisikö valita vaaleampi vihreä?
02.05.2022 - 13:21:
Hanne Gustum wrote:
Hei! Har dere drops air i fargen 17 jeansblå med innfarging 7F8630? Mvh Hanne Gustum.
29.04.2022 - 19:52:DROPS Design answered:
Hei Hanne. Vi selger bare kilovis til butikker. Men ta kontakt med din butikk / en nettbutikk og hør om de har denne innfargingen. Ellers så anbefaler jeg deg å bruke diverse sosiale medier for håndarbeid (f.eks DROPS Workshop), der er det mange brukere som hjelper hverandre med etterlysning av garn og partinr. mvh DROPS design
02.05.2022 kl. 09:33:
Gitt-Marie Grahn wrote:
Finns de någon måttabell ?? Ska sticka damtröja modell : 226-5 i drops Air Hur länge varar rean på garnet står att garnet är slut och kommer in vecka 16 mvh Gitt-Marie
05.04.2022 - 16:12:DROPS Design answered:
Hej Gitt-Marie, du finder målene i måleskitsen nederst i mønstret. Her på farvekortet kan du altid se hvilken butik som har rea :)
08.04.2022 kl. 09:22:
Raili Väänänen wrote:
Kysyisin Kid silk mohairin Drops saatavuudesta. Melkein kaikissa väreissä on maininta tukkukaupan varastossa. Tarkoittaako se, että se on saatavissa? Onko toimitusaika pitkä.? Ystävällisesti Raili Väänänen
25.03.2022 - 07:04:
Saga wrote:
Hei har dere 2 nøster air 19 skogsgrønn, parti 296156?
14.03.2022 - 12:00:DROPS Design answered:
Hej Saga. Vi har dessvärre inte oversikt over vilka partier våra forhandlere har på lager, ta gärna kontakt med de direkt för att se vad de har på lager. Mvh DROPS Design
17.03.2022 kl. 14:55:
Kipper wrote:
Which blocking method is best to use for this Yarn? Should I wet block it?
13.03.2022 - 09:12:DROPS Design answered:
Dear Kipper, you can wet block it but try not to wet it too much, since this yarn easily absorbs water.
13.03.2022 kl. 22:08:
Sylvie Valade wrote:
Mon chandail a agrandi après l’avoir porté une journée, que puis-je faire surtout pour le collet? Merci
09.03.2022 - 16:10:DROPS Design answered:
Bonjour Mme Valade, essayez de montrer votre ouvrage à votre magasin (envoyez une photo par mail si besoin), ce sera plus simple de vous aider ainsi. Bon tricot!
09.03.2022 kl. 19:13:
Ella wrote:
Hi, do you ship to Australia? Thanks you
08.03.2022 - 16:32:DROPS Design answered:
Dear Ella, you can find the DROPS stores that ship to Australia in the following link: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=19&w=1&cid=19
08.03.2022 kl. 21:29:
Sue wrote:
I ordered yarn from Wool Warehouse for your pattern DROPS 210-4, Mountain Moraine. Yarn indicated on the pattern is Drops Air, yarn group C. The gauge for this yarn and the gauge indicated on the pattern are not even close. Could suggested yarn on the pattern be a misprint? The Air yarn is MUCH finer/thinner - making the gauge stitches per inch almost double what is indicated on the pattern.
18.02.2022 - 23:43:DROPS Design answered:
Dear Sue, no, there is no misprint. DROPS Air is an airy yarn so, even though it seems very thin, it can actually give a lot of volume. You need to work loosely to acquire the gauge indicated. Happy knitting!
19.02.2022 kl. 18:04:
Gerda Fransman wrote:
Hoe wordt jullie materiaal op plek van herkomst " gewonnen" ? Hebben jullie inzage in de manier waarop? Gebeurt dit diervriendelijk? En daarmee duurzaam? Ik weet dat het met schapen niet altijd het geval is. Hoe zit het met de alpaca s. Jullie wol is zo goedkoop dat ik me dat afvraag...
16.02.2022 - 10:12:DROPS Design answered:
Dag Gerda,
DROPS werkt samen met de grootste en serieuze producenten die diervriendelijkheid uiterst serieus nemen en de EU-regelgeving en wetten volgen. Als grootste merk in breigarens van Noord-Europa hebben we de unieke kans om te werken met de beste ruwe materialen en zo kunnen we besparingen maken die de consument ten goede komt.
17.02.2022 kl. 14:04:Hvernig get ég skipt út garni? Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!