Hvernig á að prjóna vasa á stykki - ofan frá og niður
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vasa ofan frá og niður. Við höfum nú þegar prjónað smá bút og byrjum myndbandið þar sem toppurinn á vasanum á að vera. Prjónið X fjölda lykkja með grunnlit (litur grænn), eftir það er prjónaður x fjöldi lykkja með afgangs garni, (þessar lykkjur – litur ljós vínrauður, eru teknar upp síðar). Setjið til baka þessar lykkjur yfir á vinstri prjón, eftir það er prjónað yfir lykkjurnar með afgangs garninu með grunnlit út umferðina og haldið er áfram í sléttprjóni að réttu máli samkvæmt mynstri. Takið frá lykkjurnar sem hafa verið prjónaðar með afgangs garninu. Setjið þessar lykkjur á tvo prjóna, notið gjarna eitt prjónanúmer minna í þessum tveimur prjónum. Eftir þetta eru þessar lykkjur prjónaðar saman. Prjónið sléttprjón yfir þessar lykkjur að sömu lengd og afgangur af prufustykkinu, hugsanlega með X fjölda útaukninga og kantlykkjum í hliðum. Þegar bæði stykkin hafa sömu lengd, eru þessi stykki prjónuð saman. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.