Hvernig á að hekla rendur í UK-fána í DROPS Extra 0-1012
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum rendur í eyrnabandi Union Jack fánanum í DROPS Extra 0-1012. Fáninn er skreyttur með keðjulykkjum sem eru heklaðar í gegnum eyrnabandið í lokin. Stingið heklunálinni í stykkið í ystu lykkju í horninu á 4 bláu eininguna, sækið rauða þráðinn neðan frá og dragið upp í gegnum stykkið, hoppið yfir eina lykkju. * Stingið heklunálinni í gegnum stykkið, sækið þráðinn neðanfrá og dragið upp í gegnum lykkju á heklunálinni *, endurtakið frá *-* að rauða krossinum. Heklið svona í öll 4 hornin og heklið alveg eins með litnum natur til vinstri um rauðu keðjulykkjuna.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.