Hvernig fækka á lykkjum með að lyfta 2 lykkjum af prjóni, prjóna þær saman
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum lykkjum með því að lyfta 1 lykkju af prjóni, lyfta 1 lykkju af prjóni, prjóna lyftu lykkjurnar saman.
Lyftið 1 lykkju af prjóni, lyftið annarri lykkju af prjóni, setjið lyftu lykkjurnar aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær saman. Þetta er affelling sem vísar til vinstri.
Þessi aðferð er mikið notuð í stað þess að lyfta 1 lykkju af prjóni, prjóna 1 lykkju slétt og steypa lyftu lykkjunni yfir.
Báðar aðferðirnar gefa sömu útkomu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.