Hvernig á að fella af með picotkanti
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með picotkanti. Í þessu myndbandi þá prjónum við þannig: Prjónið 1 lykkju slétt (* stingið hægri prjóni inn á milli 2 fyrstu lykkja á vinstri prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjuna), sláið 1 sinni uppá prjóninn, dragið uppsláttinn fram á milli lykkjanna og setjið uppsláttinn yfir á vinstri prjón *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar (= 3 nýjar lykkju á vinstra prjóni). ** Prjónið fyrstu lykkju á vinstra prjóni slétt, steypið fyrstu lykkju á hægra prjóni yfir síðustu lykkju sem var prjónuð **), endurtakið frá **-** alls 5 sinnum og endurtakið (-) meðfram allri umferðinni þar til 1 lykkja er eftir. Klippið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.