Hvernig á að prjóna öldumynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera öldumynstur með aðstoð uppslátta og úrtöku. Í myndbandinu er fylgt eftir mynstureiningu sem nær yfir 17 lykkjur á breiddina og 4 umferðir á hæðina.
UMFERÐ 1 (rétta): * Prjónið 2 lykkjur slétt saman 3 sinnum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman 3 sinnum *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt (þær verða brugðnar séð frá réttu).
UMFERÐ 3: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur brugðið.
Fellið af jafnframt því að 1. umferð í M.1 er prjónuð, þannig verður affellingarkanturinn einnig öldulaga.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.