Hvernig á að hekla sólfjaðrakant utan um teppi í DROPS 163-1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að sólfjaðrakant í kringum teppið Memories í DROPS 163-1.
SÓLFJAÐRAKANTUR:Heklið keðjulykkju fram til og með loftlykkju á undan fyrsta stuðlahóp, heklið 1 loftlykkju, heklið síðan eins og sýnt er í mynsturteikningu A.6, þ.e.a.s. heklið þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 1 fastalykkju um hverja loftlykkju frá fyrri umferð endið umferð á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar.
UMFERÐ 2: * hoppið yfir 3 fastalykkjur, 10 stuðla í næstu fastalykkju (= 1 sólfjöður), hoppið yfir 3 fastalykkjur, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferð hringinn, en passið uppá að það verði ein sólfjöður í hverju horni á teppinu (eins og sýnt er í A.6A). Myndbandið sýnir einungis brot af teppinu (við heklum ekki allan hringinn).
Þetta teppi er heklað úr DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Merino Extra Fine.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá: Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1
Til að sjá hverig á að sauma ömmuferningana saman, sjá: Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að gera frágang á teppi, sjá:Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla kant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1