
Hvernig á að prjóna hæl með 2 þráðum fyrir styrkingu á hæl - prjónaleiðbeiningar
Tags: algengur hæll, gott að vita, sokkar,
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að styrkja hæl á sokk með því að prjóna með 2 þráðum. Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni (eða 2 dokkur) og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði.
Í myndbandinu höfum við nú þegar prjónað stroffið og sett lykkjurnar fyrir miðju ofan á fæti á nælu, við sýnum 2 umferðir þar sem við prjónum með 2 þráðum. Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Karisma, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.
Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.
Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.
Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!
Athugasemdir (2)
HUBAC
23.03.2020 - 00:24:
Bonjour, Pourriez-vous refaire la vidéo avec des aiguilles droites, avec plus de mailles, 1 rang endroit, 1 rang envers ? Uniquement la méthode "tricoter avec 2 fils alternativement l'un et l'autre sur 2 rangs" (1 rang endroit - 1 rang envers) Dans la vidéo actuelle, c'est difficile de tout voir et comprendre car il y a peu de mailles. et avec 5 aiguilles, c'est un peu compliqué. Je vous en remercie.
DROPS Design
23.03.2020 - 11:56:
Bonjour, Je vous remercie pour votre réponse. Bien cordialement.