Other texture stitches

Myndbönd: 35
6:20
Hvernig á að prjóna fiskibeinamynstur á hringprjóna

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum fiskibeinamynstur í hring á hringprjóna. Þetta fallega fiskibeinamynstur er ekki eins flókið og það sýnist vera. Þessi sígilda áferð er fullkomin fyrir mynstur í hálsklúta, hálsskjól, húfur og innanhúsmuni fyrir heimilið. Stykkið verður stíft og þess vegna eru notaðir grófari prjónar en þá sem mælt er með fyrir grófleika á garni. FISKIBEINAMYNSTUR (deilanlegt með fjölda í pari): Passið fyrst uppá að lykkjurnar séu ekki snúnar utan um prjóninn og tengið saman með því að lyfta síðustu lykkjunni sem fitjuð var upp frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (svo að hún er við hliðina á fyrstu lykkjunni sem fitjuð var upp). Setjið eitt prjónamerki á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón (látið hinar lykkjurnar vera eftir á prjóninum). UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú hefur 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón. Takið næstu lykkju á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið hana til baka á prjóninn. UMFERÐ 2: Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjóni, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú ert með 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstra prjóni. Takið næstu lykkju yfir á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið til baka á prjóninn. Endurtakið umferð 1 og 2.

8:01
Hvernig á að prjóna vöfflumynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vöfflumynstur í teppinu A Patch of Comfort í DROPS 157-21. Í myndbandinu höfum við þegar prjónað smá stykki til þess að sjá mynstrið betur. Við byrjum á umferð 2. UMFERÐ 1 (ranga): slétt fá röngu. UMFERÐ 2 (rétta): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið niður lykkju af vinstri prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (ranga): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið þá lykkju slétt saman með lykkju af prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4 (rétta): 2 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, prjónið 1 lykkja slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið síðan niður lykkju af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 5 (ranga): 2 lykkjur slétt, * takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið hana slétt saman með lykkju á prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. Endurtakið umf 2-5. Þetta teppi er prjónað úr DROPS Nepal, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

12:50
Hvernig á að prjóna blóm - Baldursbrá

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á blómamynstrið - Baldursbrá. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 4+1 (+ e.t.v. kantlykkjur). Í myndbandinu höfum við nú þegar fitjað upp 16 + 1 lykkjur og byrjum á umferð 1. Fyrst sýnum við umferð 1-4 einungis með grænum lit, síðan sýnum við umferð 1-2 með bláfjólubláum lit og umferð 3-4 með grænum lit. Að lokum sýnum við 6 mynstureiningar af umferð 1-4. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt * hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 3 (skiptið um lit): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið, * 1 lykkja slétt, hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin og 1 lykkja slétt. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow, en prufan með hvítum og bleikum lit er prjónað úr DROPS Safran.