Hvernig á að prjóna perluprjón tvöfalt á hæðina
Það eru margar aðferðir með perluprjóni og tvöföldu perluprjóni.
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðferð með perluprjóni þar sem önnur hver lykkja er prjónuð 1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðið á breiddina og með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið yfir hverja aðra á hæðina.
Við prjónum 1 kantlykkju í hvorri hlið í garðaprjóni (prjónuð slétt í öllum umferðum).
Til þess að mynstrið sjáist vel, höfum við nú þegar prjónað ca 5 cm áður en við höldum áfram með þessari aðferð:
PERLUPRJÓN: TVÖFALT Á HÆÐINA:
(munið eftir að prjóna kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið).
UMFERÐ 1: * Prjónið 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*
UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur.
UMFERÐ 3: * Prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkju slétt *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 4: Prjónið brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur.
Haldið áfram með þessar 4 umferðir.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.