Hvernig á að prjóna stroff með smáum bogum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stroff með smáum bogum meðfram uppfitjunarkanti. Við höfum nú þegar prjónað umferðir í stroffprjóni með 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið og með 3 lykkjur slétt í byrjun og í lok hverrar umferðar (bæði frá réttu og frá röngu). Eftir það prjónum við: 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, takið hægri prjón framan við stykkið og undir uppfitjunarkantinn, notið hægri prjón og lyftið ystu lykkjunni á vinstra prjóni yfir hægri prjón, eftir það hægri prjón til baka undir uppfitjunarkantinn (einungis ysta lykkjan á hægri prjóni liggur nú utan um uppfitjunarkantinn), setjið þessa lykkju til baka á vinstri prjón og prjónið lykkjuna slétt (passið uppá að lykkjan sé ekki snúin) *, prjónið frá *-* út umferðina. Stykkið er núna með smáum bogum meðfram öllum kantinum. Snúið og prjónið stroff til loka máls. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.