Hvernig á að gera frágang með ósýnilegum saum (prjónað)
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna tvö stykki saman með ósýnilegum saumi. Þessi aðferð hentar vel í toppi á tá á sokk, á öxlum o.fl. Hafið lykkjurnar á prjóninum með réttunna fram. Þráðurinn er festur í aftari hluta á stykkinu. Gerið eftirfarandi 4 þrep og endurtakið þau:
1. Stingið prjóninum frá röngu inn í 1. lykkju á fremri prjóni, dragið þráðinn í gegn, steypið lykkjunni af.
2. Stingið prjóninum frá réttu inn í næstu lykkju á fremri prjóni, dragið þráðinn í gegn (látið lykkju vera eftir á prjóni).
3. Stingið prjóninum frá réttu inn í næstu lykkju á aftari prjóni, dragið þráðinn í gegn, steypið lykkju af.
4. Stingið prjóninum frá röngu inn í næstu lykkju á aftari prjóni, dragið þráðinn í gegn, (látið lykkju vera eftir á prjóni).
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.