Lace

Myndbönd: 31
10:40
Hvernig á að prjóna gatamynstur með öldumynstri

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum öldumynstur með gatamynstri. Þetta fallega öldumynstur er hægt að nota m.a. í hálsklúta. Við höfum valið að sýna tvær mynstureiningar á breiddina með 2 kantlykkjur í hvorri hlið. Til þess að það sjáist vel það sem við höfum prjónað höfum við þegar prjónað 1 mynstureiningu á hæðina og myndbandið byrjar með fyrstu umferð í næstu mynstureiningu: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúið brugðið, 8 lykkjur slétt *, endurtakið frá og endið á 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ2 og allar umferðir frá röngu: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið að síðustu 2 lykkjum, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (umferð 4,6,8 og 10 er spólað hratt yfir á myndbandinu). UMFERÐ 3: Lyftið 1 lykkju af prjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 5: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* og endið á 1 l slétt, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 7: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, * 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 9: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, * 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt saman (= lyftið 1 lykkju af prjóni, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir yfir), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 10: Prjónið á sama hátt og brugðnu umferðirnar.

6:04
Hvernig á að prjóna gatamynstur í DROPS 148-11 og DROPS 148-12

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við þetta fína og einfalda gatamynstur sem notað er í tveimur af mynstrunum okkar í DROPS 148-11 og DROPS 148-12. Í myndbandinu er fyrsta umferðin nú þegar prjónuð og við byrjum á sjálfri mynsturumferðinni í mynstri. Við prjónum 2 lykkjur brugðið hvoru megin við sjálft mynstrið þannig að léttara sé að sjá hvernig götin líta út frá réttu: UMFERÐ 3 = sjálfa mynsturumferðin (rétta): Prjónið 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 4 (prjónuð frá röngu): Prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 2 lykkjur brugðið, 3 lykkur slétt, 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið eins og umferð 4. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið nú aftur mynstur eins og umferð 3. Sjálfa mynsturumferðin er prjónuð í 4. hverri umferð og hinar umferðirnar eru prjónaðar með brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.