Hvernig á að hekla marga hringi saman
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á saman nokkra hringi. Þessa aðferð er hægt að nota í fleira t.d. í pottaleppum.
4 hringir saman:
HRINGUR 1: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1 og tengið saman í einn hring með 1 keðjulykkju.
Umferð 1: Heklið 2 loftlykkjur, 20 hálfa stuðla um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda.
HRINGUR 2: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju í gegnum HRING 1 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
HRINGUR 3: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju í gegnum HRING 2 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
HRINGUR 4: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 3 og ofan frá og niður í HRING 1, í kringum HRING 1 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
8 hringir saman:
Heklið eins og að ofan. HRINGUR 5: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1, dragið loftlykkju í gegnum HRING 3 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
HRINGUR 6: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 5 og ofan frá og niður í HRING 4, í kringum HRING 4 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
HRINGUR 7: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju í gegnum HRING 5 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
HRINGUR 8: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 7 og ofan frá og niður í HRING 6, í kringum HRING 6 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1.
Haldið áfram eins og hringur 7 og 8 að óskaðri lengd. Bæði ferningurinn og rétthyrningurinn sem eru sýndir fyrst í myndbandinu eru heklaðir úr DROPS Nepal, en þegar við sýnum hvernig þeir eru heklaðir þá notum við DROPS Andes.