Other

Myndbönd: 16
14:16
Hvernig á að hekla slaufu og hulstur utan um bolla

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á mjög einfalda slaufu og hulstur utan um bolla. SLAUFA: Heklið 26 loftlykkjur (við notum heklunál 3,5 og DROPS Merino Extra Fine litur nr 25), snúið. 1 fastalykkja í 2. lykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju út umferðina. Klippið frá og festið enda jafnframt því sem bandið er látið mynda slaufu og saumið niður. HULSTUR UTAN UM BOLLA MEÐ BLÚNDUMYNSTRI: Heklið 33 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í allar lykkjur út umferðina, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið eins og í umferð 1. UMFERÐ 3: Heklið * 9 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 keðjulykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 4: Heklið 5 loftlykkjur, * snúið lykkjuboga frá fyrri umferð og heklið 2 fastalykkjur um toppinn á loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 fastalykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 5: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í hverja lykkju umferðina hringinn, endið með 2 keðjulykkjur í 2. loftlykkju. UMFERÐ 6: Heklið eins og í umferð 5. Klippið frá og festið enda. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

11:37
Hvernig á að hekla marga hringi saman

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á saman nokkra hringi. Þessa aðferð er hægt að nota í fleira t.d. í pottaleppum. 4 hringir saman: HRINGUR 1: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1 og tengið saman í einn hring með 1 keðjulykkju. Umferð 1: Heklið 2 loftlykkjur, 20 hálfa stuðla um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. HRINGUR 2: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju í gegnum HRING 1 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 3: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju í gegnum HRING 2 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 4: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 3 og ofan frá og niður í HRING 1, í kringum HRING 1 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. 8 hringir saman: Heklið eins og að ofan. HRINGUR 5: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1, dragið loftlykkju í gegnum HRING 3 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 6: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 5 og ofan frá og niður í HRING 4, í kringum HRING 4 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 7: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju í gegnum HRING 5 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 8: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 7 og ofan frá og niður í HRING 6, í kringum HRING 6 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. Haldið áfram eins og hringur 7 og 8 að óskaðri lengd. Bæði ferningurinn og rétthyrningurinn sem eru sýndir fyrst í myndbandinu eru heklaðir úr DROPS Nepal, en þegar við sýnum hvernig þeir eru heklaðir þá notum við DROPS Andes.

8:53
Hvernig á að hekla fiðrildi

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum einfalt fiðrildi, sem hentar t.d. sem skraut á húfu. Heklið 5 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Fyrst eru heklaðir 2 stórir «vængir» og eftir það 2 minni «vængir». Dragið lykkjuna (keðjulykkjuna) þannig að það verða ca 3-4 cm, bregðið þræðinum um heklunálina, dragið heklunálina í gegnum loftlykkju og sækið þráðinn, dragið þráðinn í gegn og gerið alveg eins langt og uppslátturinn og keðjulykkjan/fyrri lykkja = 3 langar lykkjur á heklunálinni. Endurtakið þetta 7 sinnum til viðbótar = 17 langar lykkjur/uppslættir á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar löngu lykkjurnar, bregðið á ný þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna til að «loka» saman löngu lykkjunum og herða að. Heklið 3 loftlykkjur, eftir það 1 keðjulykkja í loftlykkju. Leggið 3 loftlykkjur á «bakhlið». Endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Eftir það eru heklaðir 2 minni «vængir». Endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, en dragið lykkjurnar einungis 2-3 cm (þær eiga að vera aðeins styttri en í 2 fyrri «vængjum» og heklið 2 loftlykkjur í stað 3 loftlykkjur. Endið fiðrildið með einni keðjulykkju í loftlykkju, herðið að. Klippið frá og festið enda. Nú vefjið þið þræði með öðrum lit utan um «maga» á fiðrildinu, 2-3 sinnum. Bindið þræðina saman og klippið «fálmara» að óskaðri lengd. Veljið sjálf hvaða garn og grófleika á heklunál er notað. Í þessu myndbandi heklum við með DROPS Snow og notum heklunál nr 8. Hekluðu fiðrildin eru hekluð úr DROPS Melody/heklunál nr 4,5 og DROPS Kid-Silk/heklunál nr 3,5.